

Liðsfélagi á lager
Marel leitar að kraftmiklum liðsfélaga til starfa á lager sem vill taka þátt í að umbreyta því hvernig matvæli eru unnin. Lögð er áhersla á teymisvinnu og þátttöku í umbótastarfi. Við bjóðum upp á fyrsta flokks vinnuumhverfi og fjölbreytt og skemmtileg verkefni.
Helstu verkefni eru:
-
Móttaka á vörum frá birgjum
-
Afgreiðsla á vörum samkvæmt pöntunum
-
Þátttaka í stöðugum umbótum
Hæfniskröfur:
-
Stúdentspróf eða sambærileg menntun
-
Góð færni í samskiptum og áhugi á teymisvinnu
-
Nákvæm vinnubrögð
-
Rík þjónustulund og metnaður
-
Áhugi á umbótastarfi
-
Frumkvæði, jákvæðni og lausnamiðuð hugsun
-
Hæfni til að vinna eftir ferlum
-
Lyftararéttindi er kostur
-
Góð íslenskukunnátta er skilyrði
-
Enskukunnátta er kostur
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um starfið.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Heiðrún Hreiðarsdóttir, [email protected].
Umsóknarfrestur er til og með 1. október 2025. Sótt er um starfið á heimasíðu Marel.
Frábært mötuneyti
Líkamsræktaraðstaða
Samgöngustyrkur
Hjólageymsla
Öflugt starfsmannafélag













