BANANAR
Bananar ehf. er stærsta innflutnings- og dreifingarfyrirtæki landsins í ávöxtum og grænmeti og þjónar stórum og kröfuhörðum hópi viðskiptavina, meðal annars verslunum, veitingahúsum, sjúkrahúsum, skólum, leikskólum, mötuneytum o.fl.
Bananar leggja sérstaka áherslu á að uppfylla þarfir og kröfur viðskiptavina sinna um gæði, verð, fjölbreytt vöruúrval og framúrskarandi þjónustu.
Með þetta leiðarljós í forgrunni beina Bananar viðskiptum sínum til framleiðenda í löndum nær og fjær, þar sem uppskera á ávöxtum og grænmeti er fremst á hverjum tíma.
Ávextir og grænmeti verða sífellt mikilvægari þáttur í daglegri neyslu Íslendinga og er það sýn Banana að vera „Hjartað í lýðheilsu Íslendinga“ og með því að leggja sitt að liði til þess að auka heilbrigði og hamingju íslensku þjóðarinnar.
Gildi Banana eru: Heiðarleiki, Hamingja, Hugrekki og Heilbrigði.
Liðsauki í gæðateymi Banana
Bananar óska eftir að ráða öflugan starfsmann í gæðaeftirlit í vöruhúsi.
Um er að ræða starf sem felur í sér eftirlit með vöru í kæligeymslum og vörumóttöku ásamt fleiri gæða- og umbótaverkefnum.
Unnið er frá 8 til 16:30 alla virka daga og eitt kvöld á sunnudögum á fjögurra vikna fresti.
Starfið fellur beint undir gæðastjóra.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Eftirlit með gæðum ávaxta og grænmetis í vöruhúsi
- Gæðaeftirlit í vörumóttöku
- Yfirferð á vöru til viðskiptavina
- Samskipti við starfsmenn í vöruhúsi
- Þátttaka í umbótaverkefnum
- Önnur tilfallandi verkefni á gæðasviði
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun eða umfangsmikil reynsla í gæðaeftirliti matvæla
- Frumkvæði, drifkraftur, og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Faglegur metnaður og agi í vinnubrögðum
- Umbótamiðuð hugsun
- Góðir skipulagshæfileikar
- Framúrskarandi samskiptafærni
- Góð íslensku og ensku kunnátta
Advertisement published6. January 2025
Application deadline20. January 2025
Language skills
English
Very goodRequired
Icelandic
IntermediateRequired
Location
Korngarðar 1, 104 Reykjavík
Type of work
Skills
ProactiveLeadershipHuman relationsAmbitionIndependencePlanning
Suitable for
Work environment
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)
Heilbrigðisfulltrúi - Norðurlandi vestra
Heilbrigðiseftirlit Norðurl vestra
Verkstjóri í framleiðslu hjá Þykkvabæjar ehf. / Foreman in p
Sómi
Gæða- og öryggisstjóri Byggingarfélags Gylfa og Gunnars hf
Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf
Aðstoðarmatráður óskast í Dal
Dalur
Compliance Auditor
PLAY
Seiðaeldi
Samherji fiskeldi ehf.
Matreiðslumaður/chef
Bragðlaukar
Sérfræðingur / Principal Scientist – Pilot Lab
Alvotech hf
Sérfræðingur / Senior Scientist – Pilot Lab
Alvotech hf
Sérfræðingur í þróun frumulína (Cell Line Development Lead)
Alvotech hf
Sérfræðingur á sviði umhverfisgæða
Umhverfisstofnun
Matráður óskast í afleysingu
Fagrabrekka