Aðstoðarmatráður óskast í Dal
Leikskólinn Dalur óskar eftir að ráða metnaðarfullan og drífandi aðstoðarmatráð í 75 % starf. Aðstoðarmatráður sér meðal annars um að undirbúa og framreiða mat fyrir nemendur og starfsmenn skólans. Hann tekur þátt í frágangi sem og almennum þrifum í eldhúsi skólans. Viðkomandi þarf að auki að geta leyst matráð af eftir þörfum.
Leikskólinn Dalur hóf starfsemi sína 11. maí 1998. Dalur er fjögurra deilda leikskóli fyrir börn á aldrinum 1 - 5 ára.
Leikskólinn Dalur leggur megináherslu á gæði í samskiptum til að tryggja öryggi og vellíðan barna í leikskólanum. Samskipti er grundvallarþáttur í öllu starfi leikskólans. Einkunnarorð leikskólans eru Virðing – ábyrgð – sjálfstæði.
Það eru spennandi tímar framundan í leikskólum Kópavogs þar sem starfsumhverfi kennara og barna er í forgrunni eins og til dæmis full vinnustytting og er hluti af henni nýtt í vetrar-, páska- og jólafrí. Sjá nánar hér
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Heimasíða leikskólans er http:dalur.kopavogur.is
- Sjálfstæði, skipulag og metnaður í vinnubrögðum.
- Hreinlæti og snyrtimennska.
- Stundvísi, sveigjanleiki og jákvæðni.
- Góð samskiptahæfni.
- Gott vald á íslensku er skilyrði.