Barnaheimilið Ós
Barnaheimilið Ós
Barnaheimilið Ós

Leikskólakennari eða leiðbeinandi í leikskóla.

Um er að ræða starf kennara sem sinnir uppeldi og menntun barnanna ásamt öðrum tilfallandi störfum undir stjórn deildarstjóra.

Barnaheimilið Ós er lítill foreldrarekinn leikskóli í Litla Skerjafirði í Reykjavík. Starfsmenn eru að jafnaði um 15 og börnin um 40. Lögð er áhersla á heimilislegt umhverfi og tækifæri foreldra til að taka þátt í starf leikskólans með það að markmiði að skapa jafnvægi milli heimils og skóla. Í uppeldi og menntun barnanna er lögð áhersla á flæði í leik, góða tengslamyndun og jákvæð og umhyggjusöm samskipti.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Sinna uppeldi og menntun barnanna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara undir stjórn deildarstjóra
  • Læra og tileinka sér starfsaðferðir leikskólans
  • Sinna daglegum verkefnum í samstarfi við deildarstjóra og annað starfsfólk
  • Taka þátt í skipulagningu og þróun starfsins undir stjórn stjórnenda skólans
  • Tileinka sér jákvæð samskipti og samvinnu við foreldra
  • Tileinka sér jákvæðni og stundvísi.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf kennara
  • Áhugi á uppeldi og menntun ungra barna
  • Frumkvæði og ábyrgð í starfi.
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði
Fríðindi í starfi
  • 36 stunda vinnuvika
  • Skapandi og nærandi starfsumhverfi
  • Samgöngu- og heilsueflingarstyrkir
  • Frítt fæði
Advertisement published8. January 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Skerplugata 1, 101 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags