Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær

Leikskóla- og frístundaliði - Leikskólinn Stekkjarás

Leikskólinn Stekkjarás leitar að starfsmanni í leikskóla í 100% starf. Við leitum að áhugasömum og metnaðarfullum einstakling sem hefur reynslu af vinnu með börnum.

Leikskólinn Stekkjarás er átta deilda og er staðsettur í Áslandshverfinu. Leikskólinn starfar eftir aðferðum Reggio Emilia og einkunnarorð leikskólans eru "Hugmyndir barnsins - verkefni dagsins"

Leikskólar Hafnarfjarðar hafa innleitt betri vinnutíma sem miðast við 36 stunda vinnuviku fyrir allt starfsfólk.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Vinnur að uppeldi og menntun barna á leikskóla undir leiðsögn og stjórn deildarstjóra
  • Tekur þátt í leikskóla- og frístundastarfi innan leikskólans og öðrum þeim störfum sem fram fara innan skóladagsins.
  • Tekur þátt og kemur að hugmyndavinnu og skipulagi á tómstunda- og frístundastarfi innan leikskólans.
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Reynsla af leikskólastarfi eða öðrum störfum með börnum æskileg.
  • Áhugi á faglegu starfi með börnum
  • Góð samstarfs- og samskiptahæfni
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góð íslenskukunnátta

Fríðindi í starfi:

  • Heilsuræktarstyrkur
  • Samgöngustyrkur
  • 75% afsláttur af leikskólagjöldum
  • Forgangur á leikskóla
  • Bókasafnskort
  • Sundkort
  • Stuðningur til menntunar

Skilyrði er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Harpa Kolbeinsdóttir, leikskólastjóri, harpako@hafnarfjordur.is eða Michelle Sonia Horne michelleho@hafnarfjordur.is í síma 517-5920.

Umsóknarfrestur er til 21. janúar 2025

Fáist faglærður kennari til starfa, nýtur hann forgangs í starfið á grundvelli laga nr. 95/2019. Við hvetjum kennara til að sækja um. Leyfisbréf kennara fylgi umsókn.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Verkalýðsfélagið Hlíf, eða KÍ ef kennaramenntaður einstaklingur sækir um starfið.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Advertisement published8. January 2025
Application deadline21. January 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Ásbraut 4, 221 Hafnarfjörður
Type of work
Professions
Job Tags