Icelandia
Icelandia er leiðandi ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 600 einstaklingar sem leggja sig fram við að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustuupplifun. Undir vörumerki Icelandia starfa:
Activity Iceland,
Almenningsvagnar Kynnisferða,
Bílaleiga Kynnisferða – Enterprise Rent-A-Car,
Dive.is,
Flybus,
Garðaklettur,
Hópbifreiðar Kynnisferða,
Icelandic Mountain Guides,
Reykjavik Excursions
Fyrirtækið sinnir ferðamönnum með ólíkri þjónustu sem spannar allt frá rútuferðum til sérsniðinna ævintýraferða.
Activity Iceland hefur boðið upp á sérferðir á breyttum bílum og lúxusferðir.
Almenningsvagnar Kynnisferða eiga 58 strætisvagna og sjá um viðhald og rekstur þeirra. Félagið sinnir akstri á 11 leiðum fyrir Strætó bs á höfuðborgarsvæðinu.
Enterprise Rent-A-Car er stærsta bílaleiga í heimi og starfar hér á landi undir vörumerki Icelandia. Félagið er með um 1.000 bíla í rekstri í langtíma- og skammtímaleigu.
Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að vera fimm stjörnu PADI köfunarskóli.
Flybus býður upp á akstur á milli Reykjavíkur og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.
Garðaklettur á og sér um viðhald og rekstur á dráttarbílum ásamt því að sinna vörubílaakstri.
Hópbifreiðar Kynnisferða heldur utan um rekstur hópbifreiða af öllum stærðum.
Icelandic Mountain Guides hafa verið í fararbroddi íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja á sviði afþreyingar, göngu- og fjallaferðum og bjóða meðal annars upp á fjórhjólaferðir, jöklaferðir og styttri og lengri gönguferðir.
Reykjavik Excursions er eitt elsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins og býður upp á dagsferðir í Bláa Lónið, Gullna hringinn, Jökulsárlón, norðurljósa ferðir og margt fleira.
Icelandia leitar að áhugasömu starfsfólki sem nýtir þekkingu og reynslu í daglegum störfum í jákvæðu starfsumhverfi.
Fyrirtækið er ISO 14001 vottað og er það markmið okkar að nálgast náttúruna með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.
Lausnasérfræðingur
Ertu lausnamiðaður einstaklingur með ástríðu fyrir tækni? Icelandia er að leita að hæfileikaríkum lausnasérfræðingi til að ganga til liðs við kraftmikla hugbúnaðarteymið okkar. Við erum á spennandi ferðalagi að tileinka okkur nýjustu tækni og aðferðir til að sjálfvirknivæða og tryggja ánægju viðskiptavina.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Þarfagreining og þróun skilvirkra tæknilausna.
-
Vinna í þverfaglegum teymum til að innleiða og hámarka lausnir.
-
Tryggja að lausnir séu í samræmi við upplýsingatækniarkitektúr og bestu starfsvenjur.
-
Vera lykilnotandi fyrir ákveðin innanhússkerfi, veita leiðsögn og innri stuðning.
-
Fylgjast með daglegum rekstri og notkun kerfa.
Menntunar- og hæfniskröfur
-
Háskólapróf eða reynsla sem nýtist í starfi.
-
Vera tæknilega þenkjandi.
-
Microsoft Power Platform færni er kostur, en ekki skilyrði.
-
Góð greiningarhæfni og lausnamiðuð hugsun.
-
Góð skipulagshæfni og gott frumkvæði.
-
Góðir samskiptahæfileikar og geta til að vinna í teymi.
-
Mjög góð enskukunnátta, í ræðu og riti.
-
Vilji til að dafna í hraðskreiðu og kraftmiklu umhverfi.
Fríðindi í starfi
-
Fjölbreytt og skapandi verkefni í ört vaxandi vinnuumhverfi.
-
Frábær vinnuaðstaða og sveigjanleiki.
-
Líkamsræktarstyrkur og sálfræðistyrkur.
-
Möguleikar á þróun í starfi.
Advertisement published27. December 2024
Application deadline12. January 2025
Language skills
English
Very goodRequired
Icelandic
IntermediateOptional
Location
Klettagarðar 12, 104 Reykjavík
Type of work
Skills
Human relationsMicrosoft Power PlatformIndependenceTeam workWindows
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)
Framendaforritari í þróunarteymi
dk hugbúnaður ehf.
Ert þú ferlasérfræðingur?
Orkuveitan
Senior Software Engineer
CCP Games
Senior Distributed Systems Engineer
CCP Games
Reyndur bakenda- eða full-stack vef-forritari
Overcast ehf.
Data Engineer | Embla Medical
Embla Medical | Össur
Sérfræðingur í Hugbúnaðarlausnum
Landsbankinn
Senior Integration Engineer
PLAIO
Sérfræðingur í upplýsingatækni
Cargow Thorship
Ráðgjafi í viðskiptalausnum
Wise ehf.
Hugbúnaðarsérfræðingur / Senior Software Developer
Motus
Business Central Arkitekt
Wise ehf.