Menntasjóður námsmanna
Menntasjóður námsmanna

Kerfisstjóri

Menntasjóður námsmanna óskar eftir að ráða lausnamiðaðan einstakling með góða þjónustulund í stöðu kerfisstjóra. Kerfisstjóri ber ábyrgð á öruggum og áreiðanlegum rekstri upplýsingakerfa. Um fullt starf er að ræða, æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 15. janúar 2026.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Rekstur og viðhald upplýsingakerfa
  • Samskipti við hýsingaraðila um rekstur á búnaði tengdum upplýsingakerfum s.s. netbúnaði, netþjónum o.fl.
  • Samskipti og þjónusta við notendur innan stofnunarinnar
  • Uppsetning, viðhald og rekstur Windows netþjóna og Microsoft lausna (M365)
  • Öryggis- og gæðamál fyrir gögn og upplýsingakerfi
  • Þátttaka í innleiðingum og sérverkefnum


Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun í upplýsingatækni, s.s. í tölvunarfræði, kerfisfræði eða af öðru sambærilegu sviði
  • Reynsla af rekstri UT-kerfa fyrirtækja og þjónustu við innri notendur
  • Þekking á Microsoft 365, Windows Server, Active Directory og almennum notendahugbúnaði
  • Grunn þekking á netkerfum og innviðum
  • Góð færni í mannlegum samskiptum og þjónustulund
  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í rituðu og töluðu máli

Menntasjóður námsmanna er félagslegur jöfnunarsjóður sem hefur það að markmiði að tryggja námsmönnum í lánshæfu námi jöfn tækifæri til náms, án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, með því að veita námsmönnum fjárhagslega aðstoð í formi námslána og styrkja. Hjá MSNM starfa um 30 starfsmenn. Gildi sjóðsins eru: fagmennska, samstarf og framsækni. Nánari upplýsingar má finna á www.menntasjodur.is.

Umsóknarfrestur er til og með 8. desember 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf (hvort tveggja á íslensku), þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra við Visku stéttarfélag. Athygli er vakin á því að umsóknir gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Upplýsingar veitir Birna Dís Bergsdóttir ([email protected]) í síma 511 1225.

Advertisement published27. November 2025
Application deadline8. December 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
EnglishEnglish
Required
Advanced
Location
Borgartún 21, 105 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.Computer scientistPathCreated with Sketch.WindowsPathCreated with Sketch.Customer service
Professions
Job Tags