

Kerfisstjóri
Norðurál leitar að hæfum og metnaðarfullum einstaklingi til að ganga til liðs við upplýsingatæknideild fyrirtækisins í starf kerfisstjóra. Eitt af megin hlutverkum viðkomandi er ábyrgð á rekstri og viðhaldi tölvukerfa fyrirtækisins ásamt því að tryggja öryggi og áreiðanleika þeirra. Verkefnin eru áhugaverð og fjölbreytt í lifandi starfsumhverfi þar sem metnaður og fagmennska eru í fyrirrúmi.
Starfið heyrir undir fjármálasvið fyrirtækisins.
· Tryggja stöðugan rekstur, afköst og öryggi upplýsingatækniumhverfis fyrirtækisins
· Uppsetning og viðhald á hug- og vélbúnaði
· Þátttaka í þróun og innleiðingu nýrra kerfa og lausna
· Notendaþjónusta og lausn tæknilegra vandamála
· Menntun í kerfisstjórnun eða sambærilegt nám
· Þekking og reynsla á Vmware og Veeam
· Þekking og reynsla af kerfisstjórn í Microsoft umhverfi
· Drifkraftur til að nýta nýjustu tæknilausnir
· Sterk öryggisvitund, frumkvæði og fagleg vinnubrögð
· Góðir samskiptahæfileikar og hæfni til að vinna í teymi
· Þjónustulund og geta til að vinna sjálfstætt











