Varmárskóli
Varmárskóli
Varmárskóli

Kennari í Varmárskóla

Vegna forfalla vantar kennara í Varmárskóla í Mosfellsbæ.

Í skólanum eru um 400 nemendur í 1.-6. bekk. Skólinn er Uppbyggingarskóli, tekur þátt í Grænfánaverkefninu og verið er að vinna að innleiðingu á Leiðsagnarnámi. Okkur vantar kennara sem getur komið inn í hópastarf í einum til tveimur árgöngum. Starfsmannahópurinn í Varmárskóla er öflugur og samvinna og samhjálp eru einkennandi fyrir samskipti innan hópsins. Okkur vantar kennara eða annan uppeldismenntaðan starfsmann sem er tilbúinn til að takast á við fjölbreytt verkefni og verða partur af þessum góða samstarfshópi. Mögulegt starfshlutfall getur verið frá 46 - 90% og hægt að fara í fullt starf með því að taka forföll aukalega.

Mosfellsbær er öflugt og eftirsótt sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Meginviðfangsefni er kennsla í íslensku og stærðfræði á yngsta stigi.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf til kennslustarfa
  • Reynsla sem nýtist í starfi
  • Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður
  • Góð færni í samvinnu og samskiptum
  • Hugmyndaauðgi, jákvæðni og sveigjanleiki
  • Mjög góð íslenskukunnátta
Advertisement published17. January 2025
Application deadline7. February 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Skólabraut 1A, 270 Mosfellsbær
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.TeacherPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.AmbitionPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.Team work
Professions
Job Tags