Frístundaleiðbeinendur óskast til starfa
Vilt þú leika þér í vinnunni?
Nú vantar okkur hresst og skemmtilegt fólk í vinnu sem frístundaleiðbeinendur á vorönninn í Varmárskóla. Í boði er skemmtilegt starf með nemendum okkar í 1. - 4. bekk. Við leitum eftir frístundarleiðbeinendum sem hafa áhuga á hvetjandi og skemmtilegu starfi með börnum þar sem leikurinn er í fyrirrúmi. Í starfi okkar leggjum við áherslu á að skapa öruggt og skemmtilegt umhverfi fyrir börn til njóta þess tómstundarstarfs sem við höfum upp á að bjóða. Vinnutími er frá 13 - 16:30 og möguleiki er að vera ákveðna daga, því er starfið tilvalið með skóla.
Um er að ræða á bilinu 30-50% starf.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Ása María Ásgeirsdóttir í síma 618 5313.
Að styðja við nemendur í leik, leiðbeina þeim í samskiptum og aðstoða þá við að leysa úr árgreiningi eða öðrum vanda.
Menntun á sviði uppeldis eða tómstundafræða er æskileg.
Frumkvæði, sjálfstæði, faglegur metnaður og góð íslensku kunnátta eru kostir.
Góð færni í mannlegum samskiptum er skilyrði.
Viðkomandi þarf að vera nokkuð vel á sig kominn líkamlega.