Leikskólinn Blásalir
Leikskólinn Blásalir
Leikskólinn Blásalir

Sérkennsla í Blásölum

Leikskólakennari, leikskólasérkennari, þroskaþjálf, atferlisfræðingur eða starfsmaður með sambærilega menntun óskast til starfa í leikskólann Blásali.

Blásalir er fjögurra deilda leikskóli við Brekknaás í Árbæ. Áhersla er lögð á útiveru, skapandi starf og gleði. Leikskólinn er með Grænfánann og eru græn gildi og útikennsla einkennandi fyrir starfið. Uppeldisstefna skólans er að miklu leiti byggð á kenningu John Dewey um nám barna. Leiðarljós leikskólans er ,,heilbrigð sál í hraustum líkama” sem vísar til þess að börnin þurfa að borða hollan mat, fá góða hreyfingu og reglulegan svefn til að geta notið þess að vera úti í náttúrunni í hvaða veðri sem er.

Einkunnarorð leikskólans eru Virðing -Gleði - Hreysti - Sköpun

Ef ekki fæst sérkennari, leikskólasérkennari eða þroskaþjálfi til starfa er leitað eftir einstaklingi með aðra menntun og/eða reynslu sem nýtist í starfið.

Um 75% til 100% starf að ræða

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Veita barni með sérþarfir leiðsögn og stuðning.
  • Veita barni atferlisþjálfun í samstarfi við aðra fagaðila.
  • Eiga samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa.
  • Vinna að gerð einstaklingsnámskráa og fylgja þeim eftir.
  • Sinna þeim verkefnum er varða sérkennslu, og öðrum störfum innan leikskólans, sem yfirmaður felur honum.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólasérkennaramenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur sambærileg menntun
  • Reynsla af sérkennslu og stuðningi æskileg
  • Reynsla af atferlisþjálfun æskileg
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi
  • Tölvukunnátta
  • Góð íslenskukunnátta
Fríðindi í starfi
  • Menningarkort – bókasafnskort
  • Samgöngustyrkur
  • Sundkort
  • 36 stunda vinnuvika fyrir fullt starf
  • Heilsuræktarstyrkur
Advertisement published17. January 2025
Application deadline30. January 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Brekknaás 4, 110 Reykjavík
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags