Aðtoðarforstöðumaður í félagsmiðstöðina Buskann
Félagsmiðstöðin Buskinn, við Vogaskóla auglýsir starf aðstoðarforstöðumanns laust til umsóknar, starfið er ótímabundið.
Við leitumst eftir að ráða metnaðarfullan og áhugasaman tómstundafræðing eða einstakling með sambærilega menntun og reynslu sem nýtist í starfi.
Starfið er fjölbreytt, gefandi og skemmtilegt með börnum og unglingum á aldrinum 10-16 ára. Unnið er bæði á daginn og kvöldin við undirbúning og á opnunum félagsmiðstöðva.
Hjá Frístundamiðstöðinni Kringlumýri eru meðal annars með fimm félagsmiðstöðvar í Laugardal- Háaleiti- og Bústaðahverfi.
Markmið félagsmiðstöðva er að þjálfa félags- og samskiptafærni barna- og unglinga í gegnum leik og starf.
Skipulagning á faglegu félagsmiðstöðvarstarfi fyrir börn og unglinga á aldrinum 10-16 ára.
Leiðbeina börnum og unglingum í leik og starfi.
Samráð og samvinna við börn, unglinga og starfsfólk.
Samskipti og samstarf við foreldra og starfsfólk skóla.
Málefni starfsfólks.
Framkvæmd og skipulag starfsins í samvinnu við starfsmenn og ungmenni út frá viðmiðum og starfsreglum SFS.
Háskólapróf á sviði uppeldismenntunar, s.s. tómstunda- og félagsmálafræði eða sambærileg menntun.
Meistarapróf á sviði uppeldismenntunar eða stjórnunar eða mikil starfs- og stjórnunarreynsla á viðkomandi sérfræðisviði.
Reynsla af starfi með börnum og unglingum.
Reynsla af frítímastarfi.
Reynsla af stjórnun.
Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Skipulags og stjórnunarhæfileikar.
Góð færni í samskiptum.
Almenn tölvu og samskiptamiðla kunnátta.
Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
Sund kort í sundlaugar ÍTR - Menningarkort Reykjavíkurborgar - 36 stunda vinnuvika.