
Vesturbyggð
Vesturbyggð er sveitarfélag á sunnanverðum Vestfjörðum og samanstendur af þremur þéttbýliskjörnum, Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal, auk sveitanna þar í kring. Einstök náttúrufegurð prýðir sunnanverða Vestfirði og hér er ótal margt að sjá og upplifa.
Á svæðinu er öflugt atvinnulíf, fjölbreytt þjónusta og gott mannlíf. Góð þjónusta er í sveitarfélaginu, öflugt æskulýðsstarf, leikskólar, íþróttasvæði, verslanir, sjúkrahús, verkstæði, vélsmiðjur, trésmíðaverkstæði, bíó, ferðaþjónusta og fleira. Náttúrufegurð er mikilfengleg, meðal annars eru Rauðisandur og Látrabjarg innan sveitarfélagsins. Möguleikar til útivistar, félagsstarfa, íþrótta og afþreyingar eru fjölmargar.
Sveitarfélagið tekur vel á móti nýjum íbúum!

Íþróttakennari í Patreksskóla
Patreksskóli leitar að metnaðarfullum, sjálfstæðum og drífandi starfsmanni með mikla þekkingu og áhuga á skólastarfi. Um er að ræða 100% starf.
Í Patreksskóla er gróskumikið skólastarf en meðal áherslna skólans er faglegt lærdómssamfélag, einstaklingsmiðað nám, leiðsagnarnám og samþætting námsgreina þar sem grunnþættir menntunar endurspeglast í skólastarfi. Íþróttalíf er gott og fjölbreytt og margir möguleikar fyrir öflugan íþróttakennara. Íþróttaaðstaða er mjög góð, í stóru íþróttahúsi með sundlaug.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Annast almenna íþrótta- og sundkennslu fyrir skólann.
- Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
- Vinna samkvæmt stefnu skólans.
- Vinna að því að skapa gott andrúmsloft í skólanum og tryggja öryggi og velferð nemenda og starfsfólks.
- Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfi til að nota starfsheitið kennari.
- Sérhæfð hæfni í kennslu íþrótta.
- Hefur ánægju af að starfa með börnum og unglingum.
- Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum.
- Getur tileinkað sér skólastefnu Patreksskóla, s.s. Uppeldi til ábyrgðar, Heillaspor o.fl.
- Góðir skipulagshæfileikar.
- Faglegur metnaður.
Advertisement published25. March 2025
Application deadline11. April 2025
Language skills
No specific language requirements
Location
Aðalstræti 53, 450 Patreksfjörður
Type of work
Skills
PositivityTeacherTeachingAmbitionPlanningFlexibility
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Umsjónarkennari í 1. - 4. bekk skólaárið 2025-26
Smáraskóli

List- og verkgreinakennarar - Víðistaðaskóli
Hafnarfjarðarbær

Deildarstjóri unglingastigs
Þjórsárskóli

Skólastjóri - Grunnskóli Snæfellsbæjar
Snæfellsbær

Samfélags- og náttúrufræðikennsla á unglingastigi
Árbæjarskóli

Umsjónakennari í Fossvogsskóla
Fossvogsskóli

Hönnun og smíði í Árbæjarskóla haustið 2025
Árbæjarskóli

Leikskólakennari óskast á Heilsuleikskólann Holtakot
Heilsuleikskólinn Holtakot

Holtakot auglýsir eftir deildastjóra í 100% starf
Garðabær

Sundkennari
Sveitarfélagið Árborg

Umsjónarkennari á miðstigi
Sunnulækjarskóli, Selfossi

Staða skólastjóra Brekkubæjarskóla laus til umsóknar
Brekkubæjarskóli