Þjórsárskóli
Þjórsárskóli

Deildarstjóri unglingastigs

Þjórsárskóli er grunnskóli fyrir 1.-9. bekk. Nemendur eru rétt rúmlega 60 talsins og er þeim kennt í þremur til fjórum kennsluhópum. Í Þjórsárskóla er lögð rík áhersla á á framsækið starf, fjölbreytta kennsluhætti og umhverfis- og sjálfbærnimennt þar sem stefnt er að lifandi og einstaklingsmiðuðu námi, samstarfi og nýsköpun. Skólinn er stækkandi og stefnir í heildstæðan grunnskóla eftir eitt ár. Mikil þróun og vinna er í gangi við húsnæði og aðstöðu sem gefur mörg skemmtileg tækifæri í þróun kennsluhátta í samræmi við skólastefnu Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Þjórsárskóli er staðsettur í fallegri byggingu í Árnesi. Sumarið 2024 var húsnæði Þjórsárskóla endurbætt, haustið 2024 hófst bygging nýs íþróttahúss sem verður í framtíðinni samtengt við skólahúsnæðið og í lok sumars 2025 er fyrirhugað að byggja nýtt lista- og verknámshús á lóð skólans og þegar því verður lokið verður aðstaða fyrir list- og verkgreinar til fyrirmyndar.

Á heimasíðu skólans, www.thjorsarskoli.is, eru frekari upplýsingar um skólann og starfsemi hans.

Laus er staða deildarstjóra á unglingastigi sem skiptist í 20% stjórnun og 80% kennslu, með möguleika á vaxandi stjórnunarhlutfalli.

Ráðningartími er frá 1. ágúst 2025.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Annast skipulagningu og þróun kennslu á unglingastigi
  • Þátttaka í þróun skólastarfs á öllum námsstigum í samræmi við skólastefnu
  • Kennsla 
  • Þróun félagsstarfs í skóla
  • Samskipti við nemendur, starfsmenn og foreldra
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf til kennslu og reynsla af kennslu.
  • Framhaldsnám í stjórnun æskilegt ásamt reynslu af stjórnun.
  • Gott vald á íslensku í ræðu og riti.
  • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð.
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og leiðtogafærni.
  • Faglegur metnaður og færni til að vinna að fjölbreyttum verkefnum.
  • Jákvæðni gagnvart skólaþróun.
  • Hæfni til að skapa hvetjandi námsumhverfi í takt við aðalnámskrá  og skólastefnu okkar
  • Hæfni til að leggja mat á stöðu og framfarir nemenda.
  • Hæfni til að hafa í störfum sínum velferð og menntun nemenda að leiðarljósi og koma  fram við þá af virðingu og fagmennsku sem byggist á lýðræði og jafnrétti.
  • Hæfni til að vinna að jákvæðum skólabrag og öruggu skólaumhverfi og stuðla að          samfélagslegri ábyrgð nemenda.
  • Hæfni til að stuðla að farsælu og uppbyggilegu samstarfi við heimili og forsjáraðila        nemenda á jafnréttisgrundvelli og hafa ánægju af starfi með börnum.
  • Hæfni til að vera faglegur leiðtogi sem leggur sig fram um að skapa umbótamiðað        lærdómssamfélag og taka ábyrgð á eigin starfsþróun.
  • Hreint sakavottorð.
Advertisement published28. March 2025
Application deadline16. April 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Skólabraut 8, 801 Selfoss
Type of work
Professions
Job Tags