
Skólastjóri Þjórsárskóla
Skeiða- og Gnúpverjahreppur óskar eftir að ráða skólastjóra Þjórsárskóla, grunnskóla Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Í Þjórsárskóla verður frá og með skólaárinu 2025 kennt í 1.- 9. bekk og frá og með skólaárinu 2026 verður kennt í 1.- 10. bekk. Skólastjóri Þjórsárskóla ber ábyrgð á starfsemi skólans, rekstri og mannauðsmálum, samstarfi skóla og samfélags og gegnir lykilhlutverki í áframhaldandi innleiðingu skólastefnu og þar með frekari mótun skólastarfsins til framtíðar.
Í Þjórsárskóla er lögð rík áhersla á framsækið starf, fjölbreytta kennsluhætti og umhverfis- og sjálfbærnimennt þar sem stefnt er að lifandi og einstaklingsmiðuðu námi, samstarfi og nýsköpun.
Haustið 2023 var samþykkt ný skólastefna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og er meginmarkmið hennar að í sveitarfélaginu sé framúrskarandi skólastarf og lifandi og sveigjanlegt námsumhverfi.
· Fagleg forysta skólans.
· Stjórnun og ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri skólans.
· Ábyrgð á framþróun í skólastarfi í samræmi við samþykkta skólastefnu.
· Leiða samstarf starfsfólks, nemenda, heimila og skólasamfélagsins í heild.
· Forysta og samvinna á samþættingu þjónustu í þágu farsældar.
· Samstarf við skólanefnd, sveitarstjóra og sveitarstjórn.
· Leyfisbréf til kennslu og kennslureynsla á grunnskólastigi.
· Framúrskarandi hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum.
· Leiðtogafærni, metnaður og styrkur til ákvarðana.
· Framhaldsmenntun í stjórnun eða uppeldis- og kennslufræðum er æskileg.
· Farsæl reynsla af stjórnun og skólaþróun er æskileg.
· Skipulagshæfni og góð yfirsýn.
· Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti.







