Landakotsskóli
Landakotsskóli
Landakotsskóli

Íslenskukennari á unglingastigi

Landakotsskóli auglýsir eftir íslenskukennara í 8.-10. bekk, frá 1. ágúst 2025.

Umsóknir skulu innihalda starfsferilskrá og kynningarbréf sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum. Umsókn ásamt fylgiskjölum skal skilað hér inn á alfred.is

Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna Guðrún Júlíusdóttir, skólastjóri í síma 699 8200 og á netfangið [email protected].

Vakin er athygli á að starfið hentar öllum kynjum.

Öll sem ráða sig til starfa hjá Landakotsskóla þurfa að heimila upplýsingaöflun úr sakaskrá.

Landakotsskóli er sjálfstætt starfandi grunnskóli fyrir 1. til 10. bekk ásamt deild fimm ára barna auk frístundaheimilis. Í skólanum er íslenskudeild og alþjóðadeild. Við skólann stunda um 380 nemendur nám í tveimur deildum, annars vegar í íslenskri deild og hins vegar í alþjóðlegri deild þar sem námið fer fram á ensku. Um 50 kennarar starfa við skólann auk 30 annarra starfsmanna. Markmið skólans er að veita nemendum framúrskarandi grunnskólamenntun. Í skólanum er metnaðarfullt nám í kjarnagreinum, öflugt listnám og fjölbreytt tungumálanám. Nemenda- og kennarahópur skólans er alþjóðlegur og í skólanum er góður starfsandi, metnaður og afbragðsgott starfsfólk.

Landakotsskóli er sjálfseignarstofnun sem lýtur sérstakri stjórn. Markmið skólans er að veita nemendum framúrskarandi grunnskólamenntun. Í skólanum er metnaðarfullt nám í kjarnagreinum, öflugt listnám og fjölbreytt tungumálanám.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður.
  • Hugmyndaauðgi, jákvæðni og sveigjanleiki.
  • Áhugi á starfsþróun og fjölbreyttum áherslum í skólastarfi.
  • Tilbúinn að vinna eftir fjölbreyttum og skapandi kennsluaðferðum.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
Advertisement published8. July 2025
Application deadline21. July 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Túngata 15, 101 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags