Seljaskóli
Seljaskóli

Umsjónarkennari á yngsta stigi í Seljaskóla

Laus er til umsóknar 100% staða umsjónarkennara á yngsta stigi í Seljaskóla frá og með hausti 2025.

Seljaskóli við Kleifarsel er grunnskóli fyrir nemendur í 1.-10. bekk í efri hluta Seljahverfis. Þar sækja rúmlega 670 nemendur skóla og við hann starfa um 100 starfsmenn. Starfið byggir á grunngildum skólans, samvinnu- ábyrgð- trausti – og tillitssemi og er skólastarf sem stuðlar að vellíðan nemenda og starfsmanna (SÁTT). Sérstök áhersla er lögð á félagsfærni og sjálfseflingu í anda Menntastefnu Reykjavíkurborgar, Látum draumana rætast.

Allt starf Seljaskóla byggir á teymisvinnu og vinnur kennarateymi saman að kennslu árgangs, þróun skólastarfs og samvinnu við foreldra.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Annast kennslu nemenda samkvæmt megin markmiðum Aðalnámskrá grunnskóla í samráði við skólastjórnendur og viðkomandi teymi. 
  • Vinnur að þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsmönnum. 
  • Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við annað fagfólk og foreldra. 
  • Vinna samkvæmt stefnu skólans.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari. 
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum. 
  • Hæfni og áhugi á að vinna með öðrum.
  • Góð kunnátta í íslensku skilyrði, hvort sem er talað mál eða ritað, a.m.k. C1 samkvæmt Samevrópska matsrammanum.
  • Faglegur metnaður og sveigjanleiki í starfi. 
  • Reynsla og áhugi á að vinna með börnum. 
  • Áhugi og vilji til að starfa í teymisvinnu.
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Fríðindi í starfi
  • Menningarkort-bókasafnskort
  • Samgöngustyrkur
  • Sundkort
  • Heilsuræktarstyrkur
Advertisement published8. July 2025
Application deadline9. August 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Kleifarsel 28, 109 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags