
Egilsstaðaskóli
Í Egilsstaðaskóla eru um 400 nemendur og um 100 starfsmenn. Grunngildi skólans eru gleði, virðing og metnaður. Áhersluþættir í faglegu starfi eru einstaklingsmiðað nám, teymiskennsla og þverfaglegt samstarf.

Umsjónaraðili frístundar
Egilsstaðaskóli auglýsir eftir umsjónaraðila frístundar, sem er lengd viðvera fyrir nemendur í 1. - 4. bekk. Starfið er 50% hlutastarf en möguleiki á hærra starfshlutfalli í öðrum verkefnum. Ráðið er í starfið frá 15. ágúst 2025.
Umsjónaraðili frístundar skipuleggur starf frístundar í samráði við skólastjóra og forstöðumann frístundar í Múlaþingi, og sér til þess að framfylgja því skipulagi. Meðal verkefna frístundar eru félagslegur stuðningur og þjálfun nemenda. Mikil áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð, lausnamiðaða hugsun og frumkvæði í daglegum verkefnum.
Næsti yfirmaður er skólastjóri.
Vinnutími er alla jafna frá kl. 12.25 - 16.00 alla virka daga.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Halda utan um skráningar nemenda í frístund.
- Skipuleggja starf frístundar og sjá til þess að því sé fylgt eftir.
- Tryggja að nemendur komist í skipulagðar tómstundir á meðan dvalartíma stendur s.s. í tónlistarnám og/eða íþróttir.
- Gefa nemendum tækifæri til að stunda heilsusamlega hreyfingu og þroskandi leiki jafnt úti sem inni.
- Gæta fyllsta öryggis með nemendur og forðast þær aðstæður sem geta reynst hættulegar.
- Samskipti við foreldra/forsjáraðila og starfsfólk grunnskóla er varða starfsemi frístundar.
- Annast innkaup á leikföngum og öðrum munum í frístundastarf.
- Önnur verkefni í samráði við skólastjóra.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Gerð er krafa um stúdentspróf.
- Menntun á sviði uppeldis og/eða tómstundarfræða eða önnur menntun sem nýtist í starfi mikill kostur.
- Reynsla og þekking sem nýtist í starfi.
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum, hæfileiki til samvinnu, sveigjanleika og tillitssemi.
- Frumkvæði í starfi, skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð.
- Lausnamiðun og geta brugðist hratt og vel við óvæntum atburðum sem upp koma.
- Mjög góð íslenskukunnátta.
- Hreint sakavottorð.
Advertisement published24. June 2025
Application deadline22. July 2025
Language skills

Required
Location
Tjarnarlönd 11, 700 Egilsstaðir
Type of work
Skills
ProactiveClean criminal recordPositivityHuman relationsIndependencePlanning
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Frístundaleiðbeinandi í Hörðuvallaskóla
Hörðuvallaskóli

Starfskraftur í frístund í Hjallastefnunni í Hafnarfirði
Hjallastefnan

Kennari óskast á miðstig í Snælandsskóla
Snælandsskóli

Kennari í stoðþjónustu Hólabrekkuskóla
Hólabrekkuskóli

Starfsmaður ungbarnaleikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Kennari ungbarnaleikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Sérkennari óskast
Helgafellsskóli

Stuðningsfulltrúi með börnum með sérþarfir – starf sem skiptir máli
Arnarskóli

Frístundaleiðbeinandi/frístundaráðgjafi
Mosfellsbær

Krakkakot leitar að viðbót við flottan starfsmannahóp
Garðabær

Leikskólakennari við Kærabæ, Fáskrúðsfjörður
Fjarðabyggð

Hlutastarf í Frístundaklúbbnum Úlfinum
Frístundaklúbburinn Úlfurinn