Mosfellsbær
Mosfellsbær
Mosfellsbær

Frístundaleiðbeinandi/frístundaráðgjafi

Félagsmiðstöðin Bólið auglýsir lausa til umsóknar stöðu frístundaleiðbeinanda/frístundaráðgjafa.

Auglýst er eftir starfsfólki sem tekur þátt í skipulagningu og framkvæmd félagsmiðstöðvastarfs, í nánu samstarfi við forstöðumann félagsmiðstöðva.

Markmið starfsins er að bjóða upp á heildstæða og faglega þjónustu þar sem uppeldisgildi frítímastarfs eru höfð að leiðarljósi. Í því felst að skapa umhverfi og aðstæður þar sem hægt er að þjálfa lykilfærni hjá börnum og unglingum með áherslu á samskiptafærni, félagsfærni, virkni og þátttöku ásamt styrkingu sjálfsmyndar.

Í boði er bæði hlutastarf sem og 100% starf.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Viðvera á opnunartíma félagsmiðstöðvar
  • Hvetja til og stýra klúbbastarfi
  • Sækir viðburði með börnum og unglingum á vegum félagsmiðstöðvarinnar.
  • Vinnur faglegt starf með börnum og unglingum í frítímastarfi.
  • Önnur verkefni sem forstöðumaður eða verkefnastjóri kann að fela frístundaleiðbeinanda.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla í starfi með börnum og ungu fólki
  • Menntun í tómstundafræðum eða sambærilegu námi æskileg.
  • Þekking og reynsla af málefnum frítímans
  • Jákvætt og lausnamiðað hugarfar.
  • Sveigjanleiki og hjálpsemi.
  • Virðing fyrir einstaklingum, skoðunum og upplifun þeirra.
  • Góð samskiptahæfni
  • Almenn tölvukunnátta
  • Hreint sakavottorð
Advertisement published14. July 2025
Application deadline29. July 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Skólabraut 1, 270 Mosfellsbær
Type of work
Professions
Job Tags