Grýtubakkahreppur
Grýtubakkahreppur er um 400 manna sveitarfélag við austanverðan Eyjafjörð. Hreppurinn rekur m.a. grunnskóla, leikskóla, slökkvilið, áhaldahús, veitur og hjúkrunarheimili.
Iðjuþjálfi óskast til starfa á Grenivík, Grýtubakkahreppi
Grýtubakkahreppur leitar að metnaðarfullum, sjálfstæðum og drífandi iðjuþjálfa í 70-100% starf. Um er að ræða nýja stöðu og mun iðjuþjálfinn sinna ýmsum verkefnum fyrir stofnanir sveitarfélagsins; leikskólann Krummafót, Grenivíkurskóla og dvalarheimilið Grenilund. Starfið er því fjölbreytt og skemmtilegt og verkefnin breytileg eftir því hvar þörfin er mest hverju sinni.
Leitað er eftir einstaklingi með mikinn metnað, sem sýnt hefur árangur í störfum sínum og leggur áherslu á vellíðan og árangur skjólstæðinga sinna. Ráðið verður í stöðuna til eins árs, með möguleika á áframhaldandi ráðningu. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Annast námsaðlögun og stuðning við fjölbreyttan nemendahóp í samráði við annað starfsfólk.
- Ráðgjöf og stuðningur til nemenda og starfsfólks í tengslum við agamál, líðan og félagsleg tengsl.
- Einstaklings- og hópþjálfun.
- Vinna með kennurum að gerð einstaklingsnámskráa og námsumhverfis sem hæfa ólíkum þörfum nemenda.
- Fræðsla og ráðgjöf fyrir nemendur, aðstandendur og starfsfólk.
- Þátttaka í þverfaglegu teymi.
- Skráningar og skýrslugerð.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Íslenskt starfsleyfi sem iðjuþjálfi.
- Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi.
- Sjálfstæði, skipulagsfærni og frumkvæði í vinnubrögðum.
- Færni í samvinnu og teymisvinnu.
- Áhugi á skólastarfi og vinnu með börnum og unglingum.
- Jákvætt viðmót og sveigjanleiki í samskiptum.
Advertisement published13. November 2024
Application deadline29. November 2024
Language skills
Icelandic
ExpertRequired
Location
Túngata 3, 610 Grenivík
Type of work
Professions
Job Tags
Similar jobs (5)
Sjúkraþjálfari og/eða iðjuþjálfi - Hrafnista Reykjanesbæ
Hrafnista
Velferðarsvið - Dagdvalir aldraðra
Reykjanesbær
Teymisstjóri meðferðarteyma á göngudeild barna- og unglingageðdeild
Landspítali
Verkefnastjóri Iðju- og dagþjónustu
Sveitarfélagið Hornafjörður
Læknir á hjúkrunarheimilisdeild
Skjól hjúkrunarheimili