Kópavogsbær
Kópavogsbær
Kópavogsbær

Húsvörður óskast í lifandi umhverfi

Kópavogsbær leitar að húsverði til starfa á stjórnsýslusviði bæjarins. Viðkomandi mun starfa í teymi húsvarða sem skipta með sér húsvörslu í stjórnsýslu- og menningarhúsum Kópavogsbæjar.

Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf í lifandi umhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Sinnir minniháttar viðhaldi eigna, t.d. skipti á ljósaperum, smátækjaviðhaldi, gluggaþvotti og blettamálun.
  • Hefur gát á og tilkynnir um þörf á meiriháttar viðhaldi eigna, jafnt innan- sem utandyra.
  • Yfirfer tæknibúnað í funda- og viðburðasölum reglulega, tryggir að allt virki eins og það á að gera og aðstoðar við uppstillingar í kringum fundi og viðburði.
  • Eftirlit með starfsfólki við ræstingu.
  • Sér um að rusl sé fjarlægt og lóðir þrifalegar.
  • Sér um snjómokstur og hálkueyðingu við anddyri, í stigaþrepum, á stéttum og bílastæðum þegar þess gerist þörf.
  • Hefur umsjón með pöntun rekstrarvara og móttöku á þeim, kemur þeim fyrir í geymslum og afgreiðir til starfsfólks eftir þörfum.
  • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við yfirhúsvörð.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Iðnmenntun á sviði bygginga er kostur.
  • Góð almenn verk- og tæknikunnátta.
  • Almenn ökuréttindi.
  • Jákvæðni, áreiðanleiki og traust vinnubrögð.
  • Kurteisi, þjónustulipurð og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði.
Fríðindi í starfi

Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins

Styttri vinnuvika

Advertisement published29. August 2024
Application deadline19. September 2024
Language skills
IcelandicIcelandicVery good
Location
Digranesvegur 1, 200 Kópavogur
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Driver's license (B)PathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.Customer service
Professions
Job Tags