
Dagar hf.
Dagar eru framsækið en rótgróið fyrirtæki og saga okkar nær allt aftur til ársins 1980.
Við leggjum áherslu á að skapa framúrskarandi umhverfi fyrir fyrirtæki framtíðarinnar. Sérhæfing okkar byggir á áratuga reynslu, framsækni og frábæru starfsfólki. Við höfum einsett okkur að vera í fremstu röð í ræstingum og þrifum, fasteignaumsjón og virðisaukandi vinnustaðalausnum þegar kemur að þjónustustigi, öryggi og nýjungum.
Starfsemin teygir anga sína víða um land, Dagar eru með fastar starfsstöðvar á Akureyri, Selfossi og í Reykjanesbæ auk höfuðstöðva í Garðabæ.
Hjá Dögum starfar öflugur hópur fólks sem nýtir hugvit sitt og verkvit til að létta viðskiptavinum sínum lífið.
Gildin okkar eru virðing, frumkvæði, ábyrgð og gæði.
Vinnustaðurinn
Hjá Dögum starfa um 800 einstaklingar af mismunandi þjóðernum, með fjölbreyttan bakgrunn, reynslu og þekkingu.
Virk þátttaka og helgun starfsfólks er lykillinn að velgengni okkar. Árangur okkar er drifinn áfram af metnaði og knýjandi þörf fyrir að leita sífellt leiða til að gera betur, auka gæði og draga úr sóun ásamt forvitni okkar, frumkvæði og aga við að þróa nýjar þjónustulausnir sem viðskiptavinir okkar kunna að meta.
Við leggjum áherslu á starfstengda fræðslu og frá fyrsta degi fær starfsfólk þjálfun sem leggur áherslu á öryggi og tryggir rétt handtök í einu og öllu.
Við vitum að ánægt starfsfólk er lykillinn að ánægðum viðskiptavinum og þess vegna leggjum við áherslu á heilbrigt og fjölskylduvænt vinnuumhverfi, góða þjálfun og hrós fyrir vel unnið verk. Við liðsinnum okkar fólki að eflast og ná árangri og erum stolt þegar við sjáum það blómstra í lífi og starfi.

Gluggaþvottamaður / Window Cleaner
Langar þig í frískandi vinnu með útsýni? Dagar leita að öflugum starfsmanni í gluggaþvott til að bætast við í frábært teymi. Hvort sem þú vilt fullt starf eða hlutastarf þá höfum við pláss fyrir þig!
Hver erum við?
Við hjá Dögum hf. sérhæfum okkur í því að skapa framúrskarandi umhverfi fyrir fyrirtæki framtíðarinnar. Við erum bæði rótgróin og framsækin, með yfir 40 ára reynslu í þjónustu. Hjá okkur starfar samheldinn hópur sem vinnur saman að því að létta viðskiptavinum lífið.
Hljómar þetta eins og eitthvað fyrir þig? Hafðu endilega samband við Guðbjörgu Torfadóttur á netfangið [email protected] ef einhverjar spurningar vakna.
Við hvetjum öll áhugasöm til þess að sækja um, óháð kyni.
Are you looking for a refreshing job with a great view? Dagar hf. is looking for window cleaner to join the team. Whether you're seeking a full time or part time position, we have a spot for you!
Who are we?
At Dagar hf., we specialize in creating outstanding environments for companies. With over 40 years of experience, we are both well-established and innovative. Our dedicated team works together to make life easier for our clients.
Are you interested but want more information? Please get in touch with Guðbjörg Torfadóttir at [email protected]
We encourage all interested individuals to apply, regardless of gender
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vinna sem tryggir ferskt loft og frábært útsýni á hverjum degi
- Samstarf við jákvætt og skemmtilegt teymi
- Tækifæri til að sérhæfa þig í gluggaþvotti og öðrum skemmtilegum verkefnum
- A job that guarantees fresh air and amazing views every day
- A friendly and supportive team
- Opportunities to specialize in window cleaning and other fun projects
Menntunar- og hæfniskröfur
-
Samviskusemi og stundvísi
-
18 ára aldurstakmark
-
Hreint sakavottorð
-
Vinnuvélaréttindi og bílpróf
-
Íslensku eða ensku kunnáttu
- Reliability and punctuality
- Minimum age: 18 years
- Clean criminal record
- Heavy machinery license and driver’s license
- Ability to communicate in Icelandic or English
Advertisement published6. March 2025
Application deadline20. March 2025
Language skills

Required

Required
Location
Lyngás 17, 210 Garðabær
Type of work
Skills
Clean criminal recordDriver's licenceHeavy machinery license
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Sumarstarf - Hostel og tjaldsvæði - Lava Hostel and camping
Ferðbúinn ehf.

Sumar í sveit - Seasonal Housekeepers
Berunes

Kópavogslaug - Hlutastarf (52%)
Kópavogsbær

Sumarstörf í sundlauginni Ásgarði
Garðabær

Sumarstörf í sundlauginni Álftanesi
Garðabær

Bílstjóri / Driver
Bus4u Iceland

Spennandi starf við ræstingar á Akureyri
Hreint ehf

Sumarafleysing í ræstingu á sjúkrahúsinu á Akranesi
Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Sumarafleysing - Alm. starfsm. í ræstingu HVE Hvammstang
Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Klébergslaug sumarstarf
Reykjavíkurborg

Dalslaug - hlutastarf í sumar
Reykjavíkurborg

iClean óskar eftir öflugum starfsmanni í sérverkefna deild
iClean ehf.