Gagnastjóri (e. Chief Data Officer)
Sérð þú tækifæri í að nýta gögn til að bæta stafræna þjónustu, taka upplýstari ákvarðanir og stuðla að því að Ísland verði leiðandi í gagnadrifinni nýsköpun á alþjóðavísu?
Fjármála- og efnahagsráðuneytið fer með málefni upplýsingatækni, stafrænnar umbreytingar og gagna íslenska ríkisins og leitar nú að öflugum og metnaðarfullum gagnastjóra. Starfið er hjá Stafrænu Íslandi, einingu innan ráðuneytisins, sem vinnur með opinberum aðilum að því að efla stafræna þjónustu við almenning og einfalda líf fólks. Leitað er að drífandi aðila í teymið sem á auðvelt með að fá fólk í lið með sér.
Ríkisaðilar búa yfir fjölbreyttum gögnum og mörg tækifæri liggja í betri hagnýtingu gagnanna. Hlutverk gagnastjóra er að leiða á hagkvæman máta þá vegferð að hagnýta gögn ríkisaðila með markvissum og stefnumarkandi hætti og stuðla að bættri og virðisaukandi þjónustu, gagnadrifinni ákvarðanatöku og því að leggja grunn að hagnýtingu gervigreindar.
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
- Framfylgja gagnastefnu Íslands og móta heildstæða aðgerðaráætlun í takt við hana
- Þétt og leiðbeinandi samstarf við ríkisaðila um aukna hagnýtingu og stjórnskipulag gagna
- Stuðla að nýsköpun ríkisaðila með hagnýtingu gagna og notkun nýjustu tæknilausna
- Stefnumótun og hönnun gagnasamskiptalags ríkisins
- Móta og þróa staðlaðan gagnaarkitektúr og viðmið um gagnagæði og gagnainnviði ríkisins
- Kortleggja og miðla yfirsýn yfir gögn, gagnageymslur og gagnamódel og stuðla að samræmi og gagnvirkni milli mismunandi kerfa hins opinbera
- Leiða umbætur í þeim tilgangi að hámarka virði og nýtingu gagna fyrir hagkvæman rekstur og bætta þjónustu
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi s.s. tölvunarfræði, gagnavísindi eða verkfræði
- Framsýni og frumkvæði í gagnastjórnun m.t.t. nýsköpunar og nýtingu gervigreindar
- Reynsla af þróun og innleiðingu stefnu og staðla um gagnastjórnun er kostur
- Framúrskarandi samskiptahæfni og reynsla af því að leiða ólíka aðila saman til árangurs
- Færni í stjórnun gagnagæða og lýsigagna til að tryggja áreiðanleika
- Þekking á hönnun öruggs og samræmds gagnaarkitektúrs
Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins. Um fullt starf er að ræða. Umsóknir gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. gildandi reglur um auglýsingar lausra starfa.
Umsóknarfrestur er til og með 17.febrúar 2025.
Nánari upplýsingar veita Birna Íris Jónsdóttir ([email protected]) og Ragnheiður Valdimarsdóttir í fjármála- og efnahagsráðuneytinu ([email protected]) og Thelma Kristín Kvaran hjá Intellecta ([email protected]).