
Hagstofa Íslands
Hagstofa Íslands er miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar í landinu og vinnur að söfnun gagna, úrvinnslu og birtingu tölfræðilegra upplýsinga um landshagi Íslands og þjóðfélagsleg málefni.
Hjá Hagstofunni starfar öflugur hópur 125 starfsmanna. Starfsumhverfið er fjölskylduvænt með sveigjanlegum vinnutíma og styttri vinnuviku. Boðið er upp á heilsustyrk fyrir þá sem hreyfa sig og samgöngustyrk fyrir þá sem nýta umhverfisvænan ferðamáta til vinnu. Virkt starfsmannafélag skipuleggur ýmsa viðburði fyrir starfsfólk.
Leiðarljós Hagstofunnar eru þjónusta – áreiðanleiki - framsækni.
Frekari upplýsingar um stofnunina má finna á vef Hagstofunnar www.hagstofa.is

Gagnasöfnun - spyrlar
Hagstofa Íslands óskar eftir að ráða spyrla til starfa í símaveri Hagstofunnar í Reykjavík.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hafa samband símleiðis við þátttakendur í rannsóknum og safna gögnum með viðtölum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Eiga auðvelt með samskipti við fólk í gegn um síma og hafa ánægju af þeim.
- Kurteisi, þolinmæði, nákvæmni og ábyrg vinnubrögð.
- Gott vald á íslensku og ensku, fleiri tungumál kostur, þá sérstaklega pólsku.
- Góð almenn tölvukunnátta.
- Reynsla af sambærilegu starfi kostur.
- Hafa náð 18 ára aldri.
Frekari upplýsingar um starfið
Spyrlar vinna tvær til fjórar vaktir í viku eftir föstu vaktskipulagi. Hver vakt er 4 tímar en mismunandi vinnutími í boði eftir samkomulagi. Um er að ræða helgar-, kvöld- og dagvaktir.
Mikilvægt er að umsækjendur hafi möguleika á að taka þátt í þjálfun sem fer fram í upphafi ráðningar.
Við hvetjum öll áhugsöm um að sækja um. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Hagstofu Íslands við ráðningar í störf. Öllum umsóknum verður svarað.
Nánari upplýsingar veitir Linda Rós Reynisdóttir teymisstjóri í [email protected]
Advertisement published8. January 2026
Application deadline22. January 2026
Language skills
PolishOptional
EnglishRequired
IcelandicRequired
Location
Borgartún 21A, 105 Reykjavík
Type of work
Skills
Tech-savvyPhone communicationConscientiousMeticulousnessCustomer servicePatience
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Skrifstofustarf í innheimtu
Landspítali

Þjónustufulltrúi í þjónustuveri BHM
BHM

Bókavörður
Seltjarnarnesbær

Bókari og Uppgjörsaðili
Fjárheimar ehf.

Gjaldkeri og Innheimtuaðili: 50-100% Starfshlutfall
Key Car Rental

Móttökuritari á Sálfræðistofunni Höfðabakka
Sálfræðistofan Höfðabakka sf.

Gjaldkeri - Innheimtufulltrúi
Avis og Budget

Móttökustjóri
Aðalskoðun hf.

Þjónustufulltrúi í Þjónustuver BAUHAUS
BAUHAUS slhf.

Customer Experience Administrator
Nox Medical

Aðstoðarmaður söludeildar
Hitatækni ehf

Umsjónarmaður Bókasafnsins á Eskifirði
Fjarðabyggð