

Frístundaleiðbeinandi
Í skemmtilegan og fjölbreyttan starfsmannahóp vantar okkur frístundaleiðbeinanda í frístundaheimilið Vinafell. Vinnutími er eftir hádegi, 13:30/14:00 - 16:00.
Í Vinafelli er fjölbreyttur og hæfileikaríkur hópur barna úr 1. og 2. bekk. Flestir nemendanna tala fleiri en eitt tungumál og tengjast fjölmörgum löndum og menningarsvæðum. Með börnunum starfar öflugur hópur starfsfólks. Dvölin í Vinafelli er hluti af samfelldum skóladegi nemenda í 1. og 2. bekk frá kl. 8:20 - 15:40.
Frístundaleiðbeinandi starfar náið með öðru starfsfólki Vinafells og starfsfólki Fellaskóla.
Næsti yfirmaður er forstöðukona Vinafells.
Fellaskóli er símalaus skóli, sem þýðir að nemendur nota ekki síma á skólatíma.
Við bjóðum upp á skemmtilegt starfsumhverfi, flottan starfsmannahóp og rík tækifæri til að þróast í starfi.
- Að aðstoða nemanda / nemendur á yngra stigi við þátttöku í skóla og athafnir daglegs lífs í skóla
- Að aðstoða nemendur við að ná settum viðmiðum samkvæmt skólanámskrá/ einstaklingsnámskrá undir leiðsögn kennara
- Að styðja nemendur í félagslegum samskiptum í skóla
- Að fylgja nemendum í skóla, í frímínútum og í vettvangsferðum
- Samskipti og samstarf við börn, foreldra, forráðamenn og starfsfólk
- Áhugi á að starfa með börnum
- Reynsla af sambærilegum störfum er kostur
- Frumkvæði, jákvæðni og sjálfstæð vinnubrögð
- Færni í samskiptum
- Góð íslenskukunnátta (B1)
- Kunnátta í erlendu tungumáli er kostur












