

Álftanesskóli auglýsir eftir starfsmanni í frístundaheimilið Álftamýri
Álftanesskóli auglýsir eftir starfsmanni í hlutastarf í frístund. Frístundastarf fer fram frá kl. 13.10 eftir að skóla lýkur og til kl. 16.30. Hentar mjög vel sem aukavinna með námi.
Í Álftanesskóla er unnið af miklum metnaði og áhersla lögð á notalegt andrúmsloft, umhyggju og góðan árangur. Í skólanum eru persónuleg samskipti milli nemenda, starfsfólks og foreldra. Samvinna er mikil og góð á milli allra þeirra sem starfa í skólasamfélaginu. Í skólanum ríkir góður starfsandi og boðið er upp á gott starfsumhverfi. Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni www.alftanesskoli.is.
Í Álftamýri eru um 100 börn við leik, íþróttir og fjölbreytt störf að loknum skóladegi.
Leitað er eftir einstaklingum sem eru tilbúnir að starfa að sveigjanlegu tómstundastarfi í teymisvinnu samkvæmt skólastefnu Álftanesskóla.
- Taka þátt í skipulagningu og framkvæmd á faglegu frístundastarfi
- Stýra hópum í frístundastarfi og leiðbeina börnum í leik og starfi
- Samráð og samvinna við börn og starfsfólk
- Samskipti og samstarf við foreldra, starfsfólk skóla og aðra sem koma að starfi frístundaheimilisins
- Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt samevrópskum tungumálaramma
- Ánægja af starfi með börnum
- Rík samstarfs- og samskiptahæfni
- Sveigjanleiki og jákvætt viðhorf
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Kostur að viðkomandi hafi reynslu af starfi með börnum
- Heilsuræktarstyrkur fyrir starfmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall að upphæð 20.000 kr. eftir 6 mánuði í starfi
- Bókasafnskort fyrir starfmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
- Menningarkort fyrir starfmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
- Sundlaugarkort fyrir starfmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi












