Rio Tinto á Íslandi
Rio Tinto á Íslandi – í daglegu tali oft nefnt “ISAL” – hefur framleitt ál í Straumsvík í meira en 50 ár og notar til þess íslenska umhverfisvæna orku.
Við framleiðum um 200 þúsund tonn af hágæðaáli á ári og sendum það til fjölmargra viðskiptavina víðsvegar í Evrópu. Þannig öflum við dýrmætra gjaldeyristekna fyrir íslenskt efnahagslíf og samfélag.
Ál gerir daglegt líf okkar betra; það er meðal annars notað í bíla, flugvélar, byggingar, raftæki á borð við tölvur og síma, og umbúðir utan um matvæli, drykki og lyf. Mikil meirihluti áls er endurunninn sem þýðir að komandi kynslóðir geta notað það aftur og aftur með lítilli fyrirhöfn.
Við erum fjölbreyttur vinnustaður tæplega 400 starfsmanna auk verktaka.
Við kappkostum að vera í fararbroddi í öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismálum og leggjum einnig mikla áherslu á starfsmenntamál og jafnrétti á vinnustað.
Gildi okkar eru: umhyggja - hugrekki - framsækni
Framkvæmdastjóri umhverfis, gæða- og fjárfestingaverkefna
Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á umhverfis - og gæðamálum, umbóta - og fjárfestingaverkefnum. Undir það fellur: stefnumótun, markmiðasetning, verkefnastýring, áhættumat, gæðakerfi, úttektir, umbætur, umhverfisrannsóknir, straumlínustjórnun og stafræn vegferð.
Um er að ræða spennandi og fjölbreytt starf þar sem viðkomandi tekur virkan og leiðandi þátt í stefnumótun og stjórnun Rio Tinto á Íslandi. Framkvæmdastjóri situr í framkvæmdastjórn fyrirtækisins og heyrir beint undir forstjóra.
Framkvæmdastjóri tilheyrir einnig alþjóðlegu teymi innan Rio Tinto.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Daglegur rekstur sviðsins
- Verkefnastjórnun og framkvæmd verkefna
- Stefnumótun og setning markmiða fyrirtækisins
- Umsjón með umhverfismálum
- Umbætur og gæðamál, þ.m.t. úttektir og vottanir
- Umsjón með gerð árlegra fjárfestingaáætlana
- Erlend samskipti
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Yfirgripsmikil þekking og reynsla af stjórnunarstörfum
- Framúrskarandi samskipta- og leiðtogahæfni
- Faglegur metnaður, frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni
- Góð þekking og skilningur á verkefnastjórnun, áhættustjórnun og umhverfisáhættu
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
Fríðindi í starfi
- Frítt fæði í mötuneyti
- Heilsustyrkur
- Fæðingarorlofsstyrkur allt að 18 vikur á óskertum launum
- Velferðartorg
- Þátttaka í hlutabréfakaupum
- Öflugt þjálfunar- og fræðslustarf
Advertisement published31. January 2025
Application deadline12. February 2025
Language skills
Icelandic
ExpertRequired
English
ExpertRequired
Location
Straumsvík, 220 Hafnarfjörður
Type of work
Skills
ProactiveLeadershipAmbitionIndependencePlanning
Professions
Job Tags
Other jobs (2)