Bílaumboðið Askja
Bílaumboðið Askja
Bílaumboðið Askja

Forstöðumaður reikningshalds

Við leitum að öflugum forstöðumanni reikningshalds til að leiða áframhaldandi uppbyggingu og þróun bókhalds- og fjármála hjá Bílaumboðinu Öskju, Dekkjahöllinni, Landfara og Bílaumboðinu Unu. Félögin eru dótturfélög Inchcape á Íslandi sem er hluti af alþjóðlega fyrirtækinu Inchcape Plc sem sérhæfir sig í sölu og dreifingu á bifreiðum og er skráð í kauphöllina í London. Inchcape sem er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði starfar á 38 mörkuðum með yfir 16.000 starfsmenn og vinnur með stærstu bílaframleiðendum heims.

Um er að ræða nýtt starf sem felur í sér að styrkja innra eftirlit, tryggja eftirfylgni með alþjóðlegum reikningsskilum og styðja við stjórnendur. Starfið felur í sér ábyrgð á þróun bókhalds, þar með talið skatta- og innra eftirliti og aðlögun að stöðlum og stefnum sem Inchcape setur.

Við leitum að einstaklingi sem er lausnamiðaður, hefur áhuga á þróun ferla og býr yfir mikilli samstarfs- og leiðtogahæfni.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stýra bókhaldsferlum, skattamálum og mánaðaruppgjörum í samræmi við íslensk lög, alþjóðlega reikiningsskilastaðla og innri reglur Inchcape.
  • Skila ársreikningum og lögbundnum skýrslum til stjórnvalda og samskipti við endurskoðendur
  • Þróun innra eftirlits og eftirfylgni með framkvæmd þess í rekstrinum
  • Halda utan um innri og ytri endurskoðun, tryggja skilvirkt innra eftirlit og að samræmdum verklagsreglum sé fylgt
  • Annast skattaskil, m.a. virðisaukaskatt og tekjuskatt og fylgja eftir breytingum á lögum
  • Veita stjórnendum upplýsingar um breytingar á skattalöggjöf eða aðra þætti sem hafa áhrif á reikningsskil fyrirtækisins
  • Samskipti við stjórnendur samstæðunnar
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Þekking og reynsla af uppgjörum samkvæmt alþjóðlegum og íslenskum reikningsskilareglum
  • Viðeigandi menntun, s.s. viðskiptafræði eða meistaragráða í endurskoðun og reikningsskilum
  • Yfirgripsmikil þekking og reynsla af vinnu við bókhald og uppgjör
  • Þekking á íslenskum skattalögum
  • Reynsla af samstarfi við endurskoðendur og góð þekking á innra eftirliti
  • Skipulagshæfni, nákvæmni og hæfni til að leiða umbótaverkefni
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
Advertisement published27. August 2025
Application deadline5. September 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Advanced
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Krókháls 11, 113 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Financial statementsPathCreated with Sketch.PrecisionPathCreated with Sketch.PlanningPathCreated with Sketch.Write up
Professions
Job Tags