Isavia Innanlandsflugvellir
Isavia Innanlandsflugvellir
Isavia Innanlandsflugvellir

Flugvallastarfsmaður á Reykjarvíkurflugvelli

Við leitum eftir metnaðarfullum einstakling á dagvakt í Flugvallarþjónustu. Hlutverk þjónustunnar er að tryggja öryggi flugvallarins og þeirrar sem um hann fara. Starfið er fjölbreytt í síbreytilegu umhverfi fyrirtækis með öfluga og virka öryggismenningu, þar sem lögð er áhersla á fagmennsku, samstarf og stöðugar umbætur. Margþætt þjálfun og æfingar eru hluti af daglegum störfum og hefur starfsfólk aðgang að efni og aðstöðu til að viðhalda og efla þekkingu sína og hreysti.

Unnið er á 12 tíma vöktum frá kl. 07 – 19 alla daga vikunnar byggt á 5-5-4 vaktakerfi.

Meðal helstu verkefna eru

  • Flugverndar-, björgunar- og slökkviþjónusta
  • Viðhald og umhirðu flugvallar, mannvirkjum og tækjum
  • Skrá og viðhalda upplýsingum í kerfum flugvallarþjónustunnar.
  • Sinna persónulegri þjálfun.
  • Almenn þjónusta við samstarfsaðila og viðskiptavini flugvallarins.
  • Virk þátttaka í uppbyggingu öflugrar liðsheildar á faglegum alþjóðaflugvelli.
  • Önnur tilfallandi verk samkvæmt fyrirmælum næsta stjórnanda.

Menntun og hæfniskröfur

  • Meirapróf og vinnuvélaréttindi er skilyrði
  • Reynsla af björgunar- og slökkvistörfum er kostur
  • Reynsla af snjóhreinsun, tækja- eða jarðvinnu er kostur
  • Þekking á flugi og flugvallaumhverfi er kostur
  • Reynsla eða menntun sem nýttist í starfi
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Góð tölvukunnátta
  • Viðkomandi þarf að standast læknisskoðun ásamt þrek- og styrktar prófi

Umsækjendur þurfa að ljúka námskeiði í flugvernd áður en þeir hefja störf. Fyrstu 2- 4 vikur í starfi fara í fornám og undirbúning fyrir starfið.

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.

Nánari upplýsingar veitir Guðjón Ingi Guðmundsson þjónustustjóri í netfang [email protected]

Advertisement published15. September 2025
Application deadline28. September 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
EnglishEnglish
Required
Intermediate
Location
Reykjavíkurflugvöllur 1, 101 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags