Dropp
Dropp
Dropp

Fjármálastjóri

Dropp er ört vaxandi fyrirtæki með yfir 100 starfsmenn á háannatíma og miklar áætlanir um frekari uppbyggingu.

Til að styrkja reksturinn leitum við nú að fjármálastjóra sem tekur að sér daglega fjármálastjórn, uppgjör og rekstrargreiningar. Um er að ræða lykilhlutverk innan fyrirtækisins þar sem þú vinnur náið með framkvæmdastjóra og rekstrarteymi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dagleg fjármálastjórn, þ.m.t. yfirsýn yfir bókhald, greiðslur, laun og skýrslugerð
  • Mánaðar-, hálfsárs- og ársuppgjör
  • Uppbygging og eftirfylgni með fjárhagsáætlunum, kostnaðargreiningum og rekstrarspám
  • Framsetning lykiltalna og rekstrarupplýsinga fyrir stjórnendur og stjórn
  • Innleiðing og umbætur á verkferlum, fjármálakerfum og innra eftirliti
  • Samstarf við banka, tryggingarfélög og opinbera aðila
  • Stuðningur við ný verkefni með greiningum og ráðgjöf
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun í viðskiptafræði, fjármálum eða tengdum greinum
  • 2–4 ára reynsla af fjármálastjórn, uppgjörum eða rekstrargreiningum
  • Traust þekking á bókhaldi, skattamálum og íslenskum lögum og reglum
  • Reynsla af fjárhagsáætlunum og framsetningu lykiltalna
  • Góð kunnátta í Excel og þekking á fjármálakerfum (t.d. DK)
  • Frumkvæði, nákvæmni og hæfni til að vinna bæði sjálfstætt og í teymi
  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
Fríðindi í starfi
  • Tækifæri til að vinna í spennandi vaxtarfyrirtæki
  • Áhrifaríkt hlutverk þar sem fjármálastjóri er lykilstoð í daglegum rekstri
  • Kraftmikið og metnaðarfullt starfsumhverfi með nýjustu lausnir í tækni og þjónustu
Advertisement published9. September 2025
Application deadline16. September 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Advanced
Location
Blikastaðavegur 2-8 2R, 112 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags