
VSÓ Ráðgjöf ehf.
VSÓ veitir alhliða verkfræðiráðgjöf með áherslu á trausta og faglega þjónustu og hagkvæmar lausnir. Á skrifstofum VSÓ í Reykjavík og í Noregi starfar yfir 90 manna samhentur hópur verkfræðinga og annarra tæknimenntaðra starfsmanna.

Fagstjóri veitukerfa
Vilt þú vera leiðandi í uppbyggingu veituinnviða sem tryggja hreint vatn, skilvirk fráveitukerfi og sjálfbæra innviði samfélagsins? Við leitum að öflugum fagstjóra veitukerfa sem hefur þekkingu og metnað til að leiða vatns- og fráveituverkefni ásamt því að þróa og tryggja faglega þekkingu starfsmanna á fagsviðinu.
Um starfið
Sem fagstjóri veitukerfa munt þú m.a. bera ábyrgð ár:
- Fagstjórn veitukerfa: Tryggir viðeigandi faglega þekkingu og reynslu í samræmi við þjónustu fyrirtækisins á fagsviði veitukerfa.
- Stefnumótun fagsviðs: Tekur þátt í stefnumótun fagsviðsins í samráði við sviðsstjóra.
- Hönnun veitukerfa: Verkefnastjórn, hönnun vatns- og fráveitu ásamt almennri ráðgjöf og eftirfylgni á byggingartíma.
- Gerð útboðsgagna: Gerð verklýsinga, kostnaðar- og verkáætlana.
- Skýrslugerð: Ýmsar greiningar og gagnaúrvinnsla á fagsviði veitukerfa.
- Faglegt samstarf: Samskipti og teymisvinna ásamt því að sækja ráðstefnur og önnur fræðsluerindi.
Hæfniskröfur
Við leitum að einstaklingi með eftirfarandi eiginleika og færni:
- Menntun: Menntun á sviði verkfræði eða tæknifræði, sérfræðimenntun tengd veitukerfum er kostur.
- Reynsla: A.m.k. 5 ára starfsreynsla af verkfræðistörfum á fagsviði veitukerfa er æskileg.
- Hugbúnaðarþekking: Góð þekking á Civil 3D er skilyrði.
- Samskiptahæfni: Hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymi, jákvæðni og góð samskiptafærni.
- Tungumálakunnátta: Góð kunnátta í íslensku og ensku, bæði töluðu og rituðu máli. Kunnátta í a.m.k. einu skandinavísku tungumáli er kostur.
Hvað bjóðum við?
Við leggjum áherslu á að skapa jákvætt, sveigjanlegt og fjölskylduvænt vinnuumhverfi þar sem starfsfólk hefur tækifæri til persónulegrar og faglegrar þróunar í starfi. Meðal þess sem við bjóðum er:
- Tækifæri til að leiða í mikilvægum og áhrifamiklum uppbyggingarverkefnum.
- Skemmtilegt og hvetjandi starfsumhverfi.
- Sveigjanleiki í vinnu og jafnvægi milli vinnu og einkalífs.
- Líflegt félagsstarf.
Kynntu þér starfið nánar á www.vso.is/starfsumsokn/
Advertisement published23. October 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills
IcelandicRequired
Location
Borgartún 20, 105 Reykjavík
Type of work
Skills
TechnologistEngineer
Work environment
Professions
Job Tags
Other jobs (8)

Verkefnastjórn og framkvæmdaráðgjöf byggingarframkvæmda
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Sérfræðingur í lögnum og loftræsikerfum
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Sérfræðingur í burðarvirkjum
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Sérfræðingur á sviði samgangna
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Sérfræðingur með BIM þekkingu
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Sérfræðingur í jarðtækni
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Sérfræðingur við vega-, gatna- og stígahönnun
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Sérfræðingur í skipulagsmálum
VSÓ Ráðgjöf ehf.
Similar jobs (12)

Gagnaforritari – Data Engineer
Orkuveitan

Sérfræðingur í verkefnastjórnun og hönnun lagna
Set ehf. |

Fulltrúi í upplýsingastjórnun
Landsnet hf.

Sérfræðingur í kerfisgreiningum - tímabundið starf
Landsnet hf.

Vélbúnaðarhönnuður
Verkís

Deildarstjóri umsjónardeildar á Austursvæði
Vegagerðin

Project Manager
Wisefish ehf.

Svæðisstjóri Norðursvæðis
Vegagerðin

VERKEFNASTJÓRI REKSTURS
atNorth

Verkefnastjóri framkvæmda
Vinnvinn

VERKFRÆÐINGUR – GANGSETNINGAR OG PRÓFANIR
atNorth

Verkefnastjóri nýframkvæmda og greininga
Mosfellsbær