Vegagerðin
Vegagerðin
Vegagerðin

Eftirlitsmaður á umsjónardeild Austursvæðis

Vegagerðin óskar eftir eftirlitsmanni með nýframkvæmdum og viðhaldi vega á starfssvæði Vegagerðarinnar á Austursvæði, sem nær frá Gígjukvísl á Skeiðarársandi að Vopnafirði. Umsjónardeild Austursvæðis er staðsett á Reyðarfirði, en einnig gæti komið til greina fyrir eftirlitsmann að hafa starfsstöð á þjónustustöð Vegagerðarinnar í Fellabæ að hluta. Starfið felur í sér töluverð ferðalög um allt starfssvæðið.

Umsjónardeildir svæða sinna eftirliti og umsýslu með framkvæmdum á viðkomandi svæði, þar með talið viðhaldi bundinna slitlaga, styrkingum og endurbótum, auk efnisvinnslu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Eftirlit með framkvæmdum og viðhaldi vega 
  • Þátttaka í áætlanagerð og undirbúningi framkvæmda, bæði tæknileg og fjárhagsleg
  • Umsjón með verkfundum og gæðaeftirlit
  • Skráning gagna í kerfi Vegagerðarinnar
  • Skýrslugerð tengd framkvæmdum og viðhaldsverkefnum
  • Mælingar tengdar framkvæmdum og undirbúningi verka
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Iðnmenntun og/eða löng reynsla sem nýtist í starfi
  • Tæknimenntun æskileg 
  • Góð tölvukunnátta skilyrði
  • Nákvæmni og öguð vinnubrögð 
  • Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hóp 
  • Góðir samstarfshæfileikar og þjónustulund 
  • Almenn ökuréttindi  
  • Gott vald á íslensku og ensku 
  • Góð öryggisvitund
Advertisement published6. May 2025
Application deadline13. May 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Intermediate
Location
Búðareyri 11, 730 Reyðarfjörður
Type of work
Professions
Job Tags