Sveitarfélagið Skagafjörður
Sveitarfélagið Skagafjörður
Sveitarfélagið Skagafjörður

Deildarstjóri - Leikskólinn Ársalir

Leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki óskar eftir að ráða í tvær stöður deildarstjóra. Leitað er að öflugum einstaklingum sem hafa farsæla reynslu af starfi á leikskóla, framúrskarandi samskiptahæfileika og með mikinn metnað til að leiða annað starfsfólk á deildinni. Ráðið verður í stöðurnar frá 1. febrúar 2026 eða eftir samkomulagi. Um 100% starfshlutfall er að ræða.

Leikskólinn Ársalir er 11 deilda leikskóli með starfsstöðvar á tveimur stöðum á Sauðárkróki. Í leikskólanum eru tæplega 200 börn og þar starfa um 70 manns, sem eiga það sameiginlegt að hafa gaman af vinnu með börnum. Einkunnarrorð leikskólans eru: Vinátta - Virðing - Vellíðan. Nánari upplýsingar um leikskólann er að finna á heimasíðunni www.arsalir.leikskolinn.is.

Helstu verkefni eru:

  • Leiðtogi og ábyrgðaraðili á að faglegt starf á deild sé í samræmi við aðalnámskrá leikskóla og stefnu skólans.
  • Ber ábyrgð á skipulagninu, framkvæmd og mati á deildum í samráði við aðra deildarstjóra.
  • Skipuleggur samvinnu við foreldra/forráðamenn barnanna á deildinni s.s. aðlögun, dagleg samskipti og foreldraviðtöl.
  • Vinnur að uppeldi og menntun barna. Fylgist vel með velferð þeirra og hlúir að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þau fái notið sín sem einstaklingar.
  • Taka þátt í gerð skólanámskrár, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leikskólakennaranám og leyfisbréf til kennslu.
  • Farsæl reynsla af starfi á leikskóla.
  • Óskað er eftir jákvæðum, sjálfstæðum, ábyrgum og sveigjanlegum einstaklingum.
  • Afar mikilvægt er að viðkomandi eigi auðvelt með mannleg samskipti, geti lesið í umhverfi sitt, sýni frumkvæði í starfi og sé tilbúinn til að takast á við skemmtilegt starf með börnum.
  • Viðkomandi þarf að vera tilbúinn til að leita og nýta tækifærin sem gefast við mótun skólans með skólaþróun að leiðarljósi.
  • Umsækjandi þarf að hafa gott vald á íslensku, bæði í töluðu og rituðu máli og geta átt samskipti á íslensku við nemendur, samstarfsfólk og foreldra.
  • Almenn tölvukunnátta er nauðsynleg.
  • Hreint sakavottorð skv. lögum um leikskóla.

Leikskólakennarar starfa samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla, skólastefnu sveitarfélagsins sem og öðrum stefnum sveitarfélagsins sem í gildi eru á hverjum tíma og við eiga.

Fríðindi í starfi: Styttri vinnuvika. Frítt fæði. Heilsueflingarstyrkur eftir sex mánuði í starfi. Stuðningur við starfsmenn sem stunda nám í leikskólakennarafræðum.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við KÍ.

Nánari upplýsingar um störfin veitir: Sólveig Arna Ingólfsdóttir, leikskólastjóri, í síma 455 6090 eða [email protected].

Einungis er tekið við rafrænum umsóknum á heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is (laus störf). Prófskírteini, leyfisbréf og greinargóð ferilskrá skal fylgja umsókn.

Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað að lokinni ráðningu.

Advertisement published11. December 2025
Application deadline5. January 2026
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Skagfirðingabraut 17-21, 550 Sauðárkrókur
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Clean criminal recordPathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.TeacherPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.Flexibility
Professions
Job Tags