

Baðvörður
Íþróttahúsið Baula v/ Sunnulækjarskóla auglýsir eftir baðverði í kvennaklefa í afleysingar með möguleika á áframhaldandi ráðningu í vaktavinnu næstkomandi haust. Afleysingastarfið er unnið á tímavinnusamning útfrá vaktaskipulagi, en starfið sem um ræðir á næstkomandi haustönn er hlutastarf á vöktum.
Baðvörður veitir þjónustu svo gestir íþróttahússins finni fyrir öryggi og ánægju. Starfað er eftir lögum og reglum sem hafa áhrif á öryggi og velferð þjónustuþega og fylgir íþrótta- og tómstundastefnu Sveitarfélagsins Árborgar.
Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.
- Taka á móti gestum, veita upplýsingar, leiðbeina og hafa eftirlit með því sem á við út frá ólíkum þörfum gesta (nemendum, iðkendum, þjálfurum, kennurum og öðrum gestum)
- Fylgja eftir umgengnisreglum húsnæðis og sinna almennri húsvörslu
- Gæsla í búningsklefum
- Annast ræstingu, eftir þrifaáætlun
- Umsjón með húsnæði
- Menntun eða starfsreynsla sem nýtist í starfi
- Rík þjónustulund og reynsla af þjónustustarfi
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Reynsla af samskiptum við börn og unglinga
- Góð viðbragðshæfni við ólíkar aðstæður






