
Ráðgjafar- og greiningarstöð
Ráðgjafar- og greiningarstöð er miðlæg þjónustu- og þekkingarmiðstöð sem starfar á þverfaglegum grunni og sinnir börnum að 18 ára aldri hvar sem þau búa á landinu. Hlutverk hennar er m.a. að annast greiningu og ráðgjöf vegna barna með víðtækar þroskaraskerðingar, sinna fræðilegum rannsóknum á þessu sviði og veita börnum með venjuflóknar eða sjaldgæfar fatlanir langtímaeftirfylgd. Öflun og miðlun þekkingar og þroskaskerðingar og fræðsla um helstu íhlutunarleiðir er enn fremur meðal hlutverka stofnunarinnar.
Atferlisfræðingur/ráðgjafi
Ráðgjafar- og greiningarstöð auglýsir laust til umsóknar starf ráðgjafa. Leitað er að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á að starfa að fjölbreyttum verkefnum tengdum fjölskyldum fatlaðra barna og ungmenna með þverfaglegu teymi starfsfólks stofnunarinnar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ráðgjöf og eftirfylgd til fjölskyldna og fagfólks vegna barna og ungmenna með alvarlegar raskanir í taugaþroska
- Sérhæfð ráðgjöf vegna t.d. hegðunarvanda, fæðuinntöku og svefnvanda
- Vinna í þverfaglegum teymum innan og utan stofnunar
- Þátttaka í rannsóknar- og fræðslustarfi innan og utan stofnunar
Menntunar- og hæfniskröfur
- Meistarapróf í hagnýtri atferlisgreiningu eða sérkennslufræðum
- Reynsla af ráðgjöf til foreldra og kennara vegna barna og ungmenna með alvarlegar raskanir í taugaþroska
- Mjög góð samskipta- og samstarfshæfni og hæfni til að starfa í teymi
- Góð færni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku
- Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Advertisement published5. September 2025
Application deadline15. September 2025
Language skills

Required
Location
Dalshraun 1, 220 Hafnarfjörður
Type of work
Professions
Job Tags
Similar jobs (7)

Skemmtilegt hlutastarf í þjónustukjarna
Mosfellsbær

Búsetuúrræði
Skjólstaðir ehf.

Ráðgjafi í kvöld- og helgarvinnu á meðferðarheimili á höfuðborgarsvæðinu
Barna- og fjölskyldustofa

Ráðgjafar á meðferðarheimilið Blönduhlíð
Barna- og fjölskyldustofa

Neyðarverðir
Neyðarlínan

Stuðningsaðili á Velferðarsviði
Kópavogsbær

Ráðgjafar/ stuðningsfulltrúar í útkallsteymi yfirsetu
Landspítali