

Áreiðanleikasérfræðingur / Reliability Engineer
Alcoa Fjarðaál leitar að öflugum og lausnamiðuðum einstaklingi í hlutverk áreiðanleikasérfræðings. Starfið felst í að þróa viðhaldsáætlanir og meta ávinning þeirra með áreiðanleikagreiningum, umsjón á varahlutum og rótagreiningar í samræmi við stefnu Fjarðaáls.
Verksvið eða meginverkefni starfsins
Meginverkefnin eru meðal annars:
· Halda utan um búnaðarskrá Alcoa Fjarðaáls.
· Gerð viðhaldsáætlana í samræmi við áreiðanleikastefnu Fjarðaáls og mikilvægi búnaðar.
· Skilgreina varahluti í vörulista.
· Gerð verklýsinga fyrir fyrirbyggjandi viðhald.
· Framkvæma áreiðanleikagreiningar.
· Framkvæma rótargreiningar á vandamálum.
Ábyrgð í starfi
Vinna eftir áreiðanleikastefnu Fjarðaáls til að stuðla að áreiðanlegum og hagkvæmum rekstri Fjarðaáls.
Menntun og/eða réttindi sem krafist er
Tækni/verkfræðimenntun eða önnur hagnýt menntun s.s. véliðnfræði.
Reynsla sem krafist er
Minnst 5 ára starfsreynsla og reynsla af viðhaldsmálum. Reynsla af störfum framleiðslufyrirtækja kostur.
Hæfni sem krafist er
· Góð enskukunnátta.
· Geta unnið í teymi.
· Vilji til að læra.
· Sýna frumkvæði.
· Góð almenn tölvufærni og geta til að tileinka sér notkun tölvukerfa.
Samskiptafærni og samstarfsaðilar í starfinu
Viðhalds- og áreiðanleikasérfræðingar eiga í nánum samskiptum við planara, viðhaldsleiðtoga, iðnaðarmenn, rekstrarstjóra og tækniteymi framleiðslusvæða í sinni vinnu.
Samskipti við birgja, þjónustuaðila og tækniþjónustu Alcoa (Center of Exellence).
- Gott mötuneyti
- Rútuferðir til og frá vinnu
- Velferðaþjónusta
English
Icelandic










