Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær

Aðstoðardeildarstjóri tómstundamiðstöðvar - Setbergsskóli

Setbergsskóli óskar eftir að ráða aðstoðardeildarstjóra í tómstundamiðstöð skólans.

Í tómstundamiðstöðinni er starfsemi frístundaheimilis fyrir 6-9 ára börn og félagsmiðstöð fyrir 10-16 ára.

Markmið tómstundamiðstöðvarinnar er að gefa börnum og unglingum tækifæri til að stunda skapandi og þroskandi félagsstarf í heilbrigðu umhverfi á jafnréttisgrundvelli.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Umsjón og ábyrgð ásamt deildarstjóra með starfsemi Tómstundamiðstöðvar
  • Leiðbeinir starfsmönnum frístundaheimilisins
  • Skipulagning og framkvæmd verkefna og viðburða
  • Heldur utan um og skipuleggur dagsskipulag frístundaheimilisins ásamt deildarstjóra
  • Samskipti og samstarf við samstarfsaðila og forráðamenn
  • Starfar með nemendum með sértækan vanda
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu aðstoðardeildarstjóra tómstundamiðstöðvar

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Háskólapróf (B.A) á sviði tómstundafræða, uppeldis- og menntunarfræða eða annað háskólanám (B.A) sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af sambærilegu starfi kostur
  • Reynsla af starfi með börnum og unglingum
  • Þekkingu á að vinna með hópastarf
  • Reynsla af þverfaglegu samstarfi
  • Stundvísi, skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Fjölbreytt áhugasvið sem nýtist í starfi. Almenn tölvukunnátta
  • Áhugi á málefnum barna og forvörnum
  • Samskipta og samstarfshæfni

Nánari upplýsingar um starfið veitir María Pálmadóttir, skólastjóri, í síma 5651011 eða í gegnum netfangið [email protected].

Um kaup og kjör fer samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og BHM.

Umsóknarfrestur er til og með 8. desember 2025.

Ráðið er í starfið frá og með 1. janúar 2026.

Greinargóð ferilskrá fylgi umsókn.

Skilyrði fyrir ráðningu er hreint sakavottorð.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Advertisement published24. November 2025
Application deadline8. December 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Hlíðarberg 2, 221 Hafnarfjörður
Type of work
Professions
Job Tags