A4
A4
A4

A4 Egilsstaðir - Hlutastarf

A4 óskar eftir að ráða kraftmikinn sölufulltrúa í verslun okkar á Egilsstöðum. Við leitum eftir ábyrgðarfullum, heilsuhraustum og sjálfstæðum einstaklingi til starfa. Helstu verkefni sölufulltrúa er að veita viðskiptavinum góða þjónustu og ráðgjöf, fylla á vörur, framstillingar í búðinni og afgreiðsla á kassa.

Um er að ræða hlutastarf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða samkvæmt nánara samkomulagi.

Helstu verkefni:

· Sala, ráðgjöf og framúrskarandi þjónusta við viðskiptavini verslunarinnar.

· Áfyllingar, framstillingar, móttaka á vörum og afgreiðsla á kassa

· Önnur almenn verslunarstörf.

Hæfniskröfur og reynsla:

· Reynsla af sölu- og verslunarstörfum

· Framúrskarandi þjónustulund og áhugi á sölustörfum

· Sjálfstæði og frumkvæði í starfi

· Snyrtimennska og auga fyrir framstillingu vara

· Sveigjanleiki og geta til að vinna undir álagi

· Þekking á vöruúrvali er kostur

· Góð samskiptahæfni, kurteisi og jákvæðni

· Íslenskukunnátta

Umsóknarfrestur er til og með 10 mars 2025.

Nánari upplýsingar um starfið veitir verslunarstjóri, Valný Heba, í síma 580-0080 eða í gegnum netfangið [email protected].

A4 er framsækið fyrirtæki og leggur metnað sinn í að vera í fararbroddi á sviði húsgagna, skrifstofu-, skóla-, föndur- og hannyrðavara og leggur áherslu á góða og trausta þjónustu við viðskiptavini. Við erum stolt af því að geta boðið upp á heimsþekkt vörumerki sem eiga það öll sameiginlegt að vera í háum gæðaflokki. Hjá fyrirtækinu starfa um 140 manns.

Advertisement published28. February 2025
Application deadline10. March 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Expert
Location
Miðvangur 13, 700 Egilsstaðir
Type of work
Professions
Job Tags