

Vefstjórnun 101
Þetta námskeið fjallar um umsjón með vefsvæðum, stórum sem smáum.
Farið er yfir alla helstu þætti sem aðilar með vefumsjón eða vefstjórar þurfa að hafa í huga við rekstur á sínum vefjum. Oft er fólk sett í þá stöðu að fá vefinn í fangið og eiga að sinna honum meðfram öðrum störfum. Þá er nauðsynlegt að afla sér þekkingar og stuðnings til að geta sinnt því verkefni.
Flett verður upp í verkfærakistu vefstjórans, farið yfir ólíkar tegundir af vefjum og gefin ýmis góð ráð við vefstjórn. Fjallað er um hvað þarf að hafa í huga við vefstjórn, hvort sem um er að ræða upplýsingavef, bókunarvef, stór vefsvæði, innri vefi eða vefverslun.
Farið verður yfir helstu áskoranir vefstjórans, hvaða hindranir verða á vegi hans og hvað hann þarf að varast. Hvert er raunverulegt starf vefstjórans eða vefumsjónarmanneskju?
Eftir námskeiðið ættu þátttakendur að hafa ýmis góð verkfæri og ráð í farteskinu til að nota í starfi sínu við vefstjórn.