

Hugræn endurhæfing - námskeið fyrir fagaðila
Á námskeiðinu er lögð áhersla á að fræða þátttakendur um heilann og hugrænan vanda óháð orsökum. Fjallað er um heilann, hugarstarf, hugrænan vanda og ólíkar aðferðir hugrænnar endurhæfingar kynntar.
Áhersla á heilaheilsu og hugrænan vanda hefur aukist síðustu ár í samhliða því að hugrænar kröfur hafa aukist. Vandi með hugarstarf, s.s. athygli, einbeitingu, hugrænan hraða og minni er algengur og getur komið fram eftir langvarandi streitu, tilfinningavanda, veikindi, áföll og heilahristing svo dæmi séu tekin. Hugrænn vandi hefur áhrif færni í lífi og starfi, sjálfstraust, líðan og lífsgæði.
Hugræn endurhæfing byggir á atferlismótun, kennslufræði og hugrænni atferlismeðferð og er markmiðið að er að bæta hugræna ferla varanlega og stuðla að yfirfærslu árangurs í daglegt líf.