

Skattalagabreytingar 2026
Farið verður yfir breytingar á skattalögum og reglugerðum sem hafa áhrif á tekjuárinu 2026. Auk þess verður tæpt á þeim breytingum sem hafa áhrif á framtalsgerð 2026 vegna tekna 2025. Ef tilefni gefst verður farið yfir þá úrskurði yfirskattanefndar og/eða dóma sem hafa leitt til breyttrar framkvæmdar á skattalögum.
Fyrst og fremst verður farið yfir breytingar sem gerðar hafa verið á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt og á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. Enn fremur verður farið yfir breytingar sem gerðar hafa verið á: i) lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987, ii) lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur og iii) lögum um tryggingagjald. Auk þess verður farið yfir þær breytingar sem orðið hafa á reglugerðum eða öðrum framkvæmdareglum vegna tekna ársins 2025, undir þetta fellur t.d. skattmat 2025. Ef einhverjir úrskurðir yfirskattanefndar og/eða dómar á árinu 2025 hafa leitt til þess að framkvæmd skattalaga breytist verður einnig farið yfir þá.