

Örverusamfélag manna
Talsvert hefur verið rætt og ritað um þarmaflóru og heilsu á undanförnum árum. Flestir vita nú orðið að örverur í mannskepnunni eru fleiri að tölu en líkamsfrumurnar. Þær búa víðar en í þörmunum og eiga samskipti við hýsil sinn til góðs og ills.
Á námskeiðinu Örverusamfélag manna - Samskipti örvera við hýsil sinn til góðs og ills verður fjallað um ólík örverusamfélög á mismunandi búsvæðum mannslíkamans. Undanfarinn áratug hefur tækni sem lýtur að greiningu örvera fleygt fram svo um munar. Þannig hefur stóraukist þekking okkar á örverusamfélaginu, bæði umfangi og samsetningu. Hvar og hvernig setjast örverur að? Hvað ræður því? Sambúðin - sambýli vs. sambúð (commensalismi/symbiosis), heilsufar, sjúkdómar og dysbiosis” Hvað hefur áhrif á örverusamfélagið? Hvernig hefur örverusamfélagið áhrif á heilbrigði og sjúkdóma.
Heilbrigt örverusamfélag í hraustum líkama!