

Lengi býr að fyrstu gerð
Kynnt verður leið til að meta talna- og aðgerðaskilning barna sem eru að hefja grunnskólagöngu. Þetta eru matsverkefni sem lögð eru fyrir munnlega og frammistaðan borin saman við matskvarða. Einnig verður kynnt leið til að virkja foreldra þeirra barna sem þurfa sérstaka örvun.
Á námskeiðinu verður farið yfir þróun talna- og aðgerðaskilnings ungra barna. Kennt verður að nota fyrsta hluta matsverkefna úr MRP (Mathematics Recovery Program) sem varð til í áströlsku þróunarstarfi. Þau nýtast til að afla í u.þ.b. 45 mínútna viðtali upplýsinga um talna- og aðgerðaskilning barna í 1. bekk. Kennt verður að lesa í frammistöðu nemenda og hvernig mætti skrá niðurstöðurnar. Í lokin verður kynnt leið sem gefist hefur vel við að virkja foreldra til aðstoðar við að auka færni nemenda sem þurfa sérstaka örvun.