

Húmor og harmur: Áföll, sorg og bjargráð
Áföll og sorg er eitthvað sem allar manneskjur upplifa á lífsleiðinni en bjargráðin eru sem betur fer ótal mörg og þeir einstaklingar sem nýta sér þær leiðir sem til eru ná gjarnan fyrri lífsgæðum og lífsorku eftir erfiða lífsreynslu.
Bjargráð eftir áföll eru mjög margvísleg og húmor getur verið afar öflugt verkfæri í bataferli (eða endurreisn) eftir að áfall/áföll hafa átt sér stað. Bjargráð eru nokkurs konar varnarkerfi líkamans og kannast margir við einkenni eins og doða, afneitun, sjálfsásökun og allskonar geðsveiflur.
Sigmund Freud sagði: „Varnarhættir eru aðferðir sem heilbrigður hugi beitir til að kaffærast ekki í sársaukafullum eða ógnandi upplifunum“.
Á þessu námskeiði verður farið í þá varnarhætti sem talið er að gagnist manneskjunni og sérstaklega verður hugað að fyrirbærinu Húmor, sem hefur reynst afbragðs bjargráð margra. Harmur að viðbættum tíma getur orðið húmor þó svo að áföll og sorg séu í sjálfu sér aldrei fyndin eða veki hlátur.