

Hámörkum árangur með gervigreind
Á þessu námskeiði nýtum við krafta gervigreindarlíkana á borð við ChatGPT, til að efla hugsun og ákvarðanatöku. Við lærum hvernig beita má gervigreindinni til að bæta og flýta verulega greiningu og ákvarðanatöku. Þátttakendur öðlast færni í að nýta gervigreind við greiningu orsaka og afleiðinga gagnvart flóknum viðfangsefnum og auka þannig færni sína í starfi og framtíðarmöguleika.
Færni í að eiga samskipti við gervigreindarlíkön (LLM) verður sífellt mikilvægari, enda eru líkönin notuð í sívaxandi mæli til að auðvelda vinnu og auka afköst. Um leið er raunveruleg hætta á að við „útvistum“ í síauknum mæli eigin greiningu og ákvarðanatöku til gervigreindarinnar. Séu líkönin hins vegar notuð markvisst geta þau hjálpað okkur að efla eigin greiningarhæfni og taka betur ígrundaðar ákvarðanir.