

Hagnýtar gervigreindarlausnir
Þetta námskeið inniheldur allt sem þú þarft til þess að koma þér af stað með ChatGPT. Námskeiðið er yfirgripsmikið og vandlega hannað af sérfræðingum fyrirtækisins Javelin AI, sem búa að mikilli reynslu í að skapa verðmæti með gervigreind, Sverri Heiðari Davíðssyni, Kristjáni Gíslasyni og Pétri Má Sigurðssyni. Markmið námskeiðsins er að byggja sjálfstraust og sjálfstæði þátttakenda í notkun gervigreindar og opna þar með á ný tækifæri og möguleika í starfi og einkalífi.
Á námskeiðinu er lögð áhersla á að kynna fjölbreyttar leiðir til að nýta ChatGPT. Ekki er kafað djúpt í einstök svið eins og forritun, markaðssetningu eða rannsóknir heldur er lögð áhersla á að gefa þátttakendum góða undirstöðuþekkingu og yfirsýn á möguleikum með ChatGPT í fjölbreyttum verkefnum. Markmiðið er að þátttakendur hafi nægan skilning til að geta yfirfært lærdóminn á eigin verkefni.