

Gæðastjórnunarkerfi (ISO 9001)
Í samstarfi við Staðlaráð Íslands
Gæðastjórnun eykur á ánægju viðskiptavina, sparar tíma, dregur úr mistökum og sóun og hefur þannig jákvæð áhrif á rekstur og stjórnun. Á námskeiðinu verður farið í uppbyggingu, markmið og innleiðingu gæðastjórnunarkerfa og hvernig þau snerta daglega starfsemi.
Alþjóðlegi staðallinn ISO 9001:2015, Gæðastjórnunarkerfi - kröfur verður lagður til grundvallar á námskeiðinu. Innihald staðalsins er hryggjarstykkið í gæðakerfum í alls konar fyrirtækjum í fjölbreyttri starfsemi um allan heim. Hann er nokkurs konar ættmóðir annarra ISO staðla, svo sem um jafnlaunakerfi og umhverfis- og öryggismál. Fjallað verður um gæðastjórnun, hvaða máli hún skiptir og hvernig hægt er að setja upp gæðastjórnunarkerfi sem hentar fyrirtækinu og starfsemi þess.