

Frá innri styrk til áhrifa
Markmiðið með námskeiðinu er að veita fagfólki í menntun og uppeldi barna hagnýt verkfæri til að takast á við áskoranir í lífi og starfi og efla andlega vellíðan.
Sálfélagsleg færni er grunnur að sjálfsþekkingu og góðum samskiptum þar sem virk hlustun og jákvæð tjáning tilfinninga ræður för. Efni námskeiðsins gagnast því ekki einungis þátttakendum heldur hefur einnig jákvæð áhrif á nemendur, foreldra og samstarfsfólk.
Sálfélagsleg færni samanstendur af hugrænni, tilfinningalegri og félagslegri færni sem WHO skilgreinir sem lykilþátt í heildrænni heilsu. Á námskeiðinu förum við m.a. í gegnum 21 sálfélagslegan þátt eins og ábyrga ákvörðunartöku, færni til að stjórna hvatvísi, samvinnu og stuðning, mótun félagslegra tengsla, hæfni til að hlusta með samkennd og lausnamiðaða hugsun svo fátt sé nefnt.