Að skrifa til að lifa
Á námskeiðinu eru skapandi skrif notuð sem verkfæri til betra lífs.
Þátttakendur skrifa um eigið líf, drauma og væntingar með það að markmiði að láta minningar og atburðir úr fortíðinni öðlast annarskonar og jákvæðari merkingu.
Á þessu námskeiði er unnið með atburði úr eigin lífi, drauma og ómeðvitað hugsanamunstur. Þátttakendur skrifa um góðar og slæmar minningar, fara í ferðalag um undirmeðvitundina með æfingum sem slökkva á rödd skynseminnar en styrkja rödd hjartans og innsæisins.
Með því að skrifa um erfiða reynslu eða atburði sem sitja fastir innra með okkur er hægt að öðlast nýja sýn á lífið og losna úr neti sársaukans. Þannig fara þátttakendur að sjá líf sitt frá öðru sjónarhorni og öðlast fjarlægð frá atburðum sem hafa litað líf þeirra.