Vörður tryggingar
Jafnlaunavottun
Aðildarfélag Festu fyrir samfélagsábyrgð
Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnháttum
Jafnvægisvog FKA
Creditinfo - Framúrskarandi fyrirtæki 2022
ISO 27001 - Stjórnkerfi upplýsingaöryggis
51-200
starfsmenn
Vörður vill sýna gott fordæmi og efla vitund fólks um vistvænar samgöngur. Vörður hvetur starfsfólk sitt til að nota almenningssamgöngur til og frá vinnu. Starfsfólk sem nýtir umhverfisvænan ferðamáta til og frá vinnu fær greiddan samgöngustyrk í hverjum mánuði.
Í höfuðstöðvum okkar í Borgartúni hefur starfsfólk aðgang að lítill líkamsræktaraðstöðu ásamt fyrsta flokks búningsaðstöðu. Þau sem mæta á hjóli til vinnu geta geymt hjólin í lokuðum bílakjallara
Í Bistróinu okkar er framreiddur heitur matur í hverju hádegi ásamt því að boðið er upp á dýrindis hafragraut á morgnanna. Ef boðið er upp á kjöt í hádeginu þá er ávalt hægt að velja um grænkerakost.
Liður í heilsueflingu Varðar er þátttaka í kostnaði vegna íþróttaiðkunar starfsfólks. Fastráðnu starfsfólki stendur til boða að sækja um íþróttastyrk á hverju ári.
Við vinnum saman að því að ná árangri í þeim verkefnum sem okkur eru falin og við fögum saman þegar vel tekst til. Við erum með öflugt starfsmannafélag sem sér um ýmsa skemmtilega starfsmannaviðburði.
Engin störf í boði