Vörður tryggingar

Vörður tryggingar

Vinnustaðurinn
Vörður tryggingar
PrófíllÖll störf
Um vinnustaðinn
Vörður hefur það að markmiði að bjóða viðskiptavinum viðeigandi vátryggingarvernd á samkeppnishæfu verði. Félagið leggur áherslu á einföld og þægileg vátryggingaviðskipti og persónulega þjónustu. Vörður hefur á að skipa þjónustulipru og vel upplýstu starfsfólki sem vinnur í fjölbreyttu og hvetjandi starfsumhverfi. Lögð er áhersla á traust og áreiðanleika í samskiptum. Lykillinn að farsælum rekstri Varðar er fólkið sem þar starfar. Við leggjum áherslu á starfsánægju, jafnrétti, gott starfsumhverfi, markvissa fræðslu og þjálfun starfsfólks og skemmtilegan vinnustað þar sem hver einstaklingur hefur áhrif og skiptir máli.

Jafnlaunavottun

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

Aðildarfélag Festu fyrir samfélagsábyrgð

Í sinni ein­föld­ustu mynd felst sam­fé­lags­ábyrgð í því að fyr­ir­tæki, stofn­an­ir og hverskyns skipu­lags­heild­ir axli ábyrgð og hafi upp­byggi­leg áhrif á um­hverf­ið, stjórn­ar­hætti og sam­fé­lag­ið.

Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnháttum

Verkefnið Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum var sett á legg til að bæta eftirfylgni fyrirtækja við leiðbeiningar um góða stjórnarhætti. Verkefnið felur í sér að öllum fyrirtækjum gefst tækifæri til að undirgangast formlegt mat á starfsháttum stjórnar og stjórnenda. Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti sér um framkvæmd matsins.

Jafnvægisvog FKA

Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni með það að markmiði að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða að fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir.

Creditinfo - Framúrskarandi fyrirtæki 2022

Árlega vinnur Creditinfo greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitir Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn

ISO 27001 - Stjórnkerfi upplýsingaöryggis

Vottun stofnana upplýsingaöryggiskerfa veitir stofnunum sem hafa sýnt fram á að þeir hafa innleitt kerfi til að stjórna upplýsingaöryggi
Borgartún 19

51-200

starfsmenn

Samgöngur

Vörður vill sýna gott fordæmi og efla vitund fólks um vistvænar samgöngur. Vörður hvetur starfsfólk sitt til að nota almenningssamgöngur til og frá vinnu. Starfsfólk sem nýtir umhverfisvænan ferðamáta til og frá vinnu fær greiddan samgöngustyrk í hverjum mánuði.

Líkamsræktaraðstaða

Í höfuðstöðvum okkar í Borgartúni hefur starfsfólk aðgang að lítill líkamsræktaraðstöðu ásamt fyrsta flokks búningsaðstöðu. Þau sem mæta á hjóli til vinnu geta geymt hjólin í lokuðum bílakjallara

Matur

Í Bistróinu okkar er framreiddur heitur matur í hverju hádegi ásamt því að boðið er upp á dýrindis hafragraut á morgnanna. Ef boðið er upp á kjöt í hádeginu þá er ávalt hægt að velja um grænkerakost.

Heilsa

Liður í heilsueflingu Varðar er þátttaka í kostnaði vegna íþróttaiðkunar starfsfólks. Fastráðnu starfsfólki stendur til boða að sækja um íþróttastyrk á hverju ári.

Skemmtun

Við vinnum saman að því að ná árangri í þeim verkefnum sem okkur eru falin og við fögum saman þegar vel tekst til. Við erum með öflugt starfsmannafélag sem sér um ýmsa skemmtilega starfsmannaviðburði.

Nýjustu störfin

Engin störf í boði